Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 27. maí 2010 3
Þótt undarlegt megi virð-ast á tímum skynsemi og vandlega hugsaðra inn-kaupa á fatnaði eru sund-
föt fyrir komandi sumar ótrú-
lega litrík og margbreytileg. Gæti
verið að sundbolum og bikiníum
sé ætlað að bæta fyrir hugleysi
hönnuða sem að miklu leyti hanna
markaðsvingjarnlega vöru til að
lifa af á erfiðum tímum.
Í nokkur sumur hefur sund-
bolurinn verið að ryðja sér til
rúms og sífellt minna um bik-
iní á ströndinni nema hjá þeim
sem notuðu bara neðri partinn.
En hver sagði að tískan gengi í
hringi? Og nú er það bikiníið sem
gildir að nýju. Ekki þó alltaf með
bandinu hnýttu aftur fyrir háls-
inn heldur oft á tíðum með breið-
um borða yfir brjóstin sem kemur
í veg fyrir far á öxlunum sem
hér í Frakklandi er kallað bónda-
brúnka og vísar í þá sem vinna úti
og eru með sólbrúnkufar á hálsi
eða handleggjum og þykir ekkert
voðalega „chic“ í París.
Í sumar er helsta nýjungin
það sem á íslensku mætti kalla
þríkiní. Ólíkt bikiníinu, sem er í
tveimur hlutum, er þríkiníið ekki
í þremur hlutum. Nafnið kemur
til af því að efri og neðripartur-
inn eru tengdir saman til dæmis
með fléttaðri snúru.
Fastir liðir eins og venjulega
á vorin er sundfataherferð H&M
sem að þessu sinni er ekki tengd
neinni stórstjörnu en það er vissu-
lega áhugavert að geta keypt ný
baðföt fyrir fríið á ströndinni
á hverju ári án þess að leggja í
það stórar upphæðir. Hitt er svo
annað mál að það sem framleitt
er í Indlandi, Kína eða í Austur-
Evrópu og skýrir lágt verð versl-
anakeðjanna gæti allt eins verið
framleitt af fimm ára börnum á
nóttunni með eina krónu á tímann
í laun, hvað vitum við?
Litríkt skal það vera í sumar
hvort sem um er að ræða fræg
munstur ítalska tískuhússins
Emelio Pucci sem á nýafstaðinni
Cannes-hátíð klæddi Evu Long-
oriu eða bara eitthvað frá Cos
(dýrari lína H&M). Fyrir þær sem
halda sig við sundbolinn á hann
þó ekki að vera heill heldur með
beru á milli líkt og úr ræmum af
efni (Pucci eða Michael Kors).
Einnig er tilvalið að poppa sund-
bolinn upp með netkjól frá Y-3
(Yojhi Yamamoto) sem er fínn á
barinn þegar degi hallar. Munið
svo að nota náttúrulega sólar-
vörn (Bio) því sú sem flestir
nota kemur í veg fyrir að geislar
sólar fari í gegn, jafnvel í sjón-
um eftir að hún hefur skolast af
húðinni og því er sólarvörnin að
drepa sjávarlíf við strendur sólar-
sumarleyfisstaðanna.
Punkturinn yfir i-ið eru svo
risasólgleraugu því stærri því
betri. Ekki gott að kaupa þau
ódýrustu fyrir þá bláeygðustu
sem hafa viðkvæm augu. Annars
er auðvitað til lausn á baðfatatísk-
unni. Hægt er að fara á nektar-
strönd og þá þarf hvorki að hugsa
um útgjöld eða tísku.
bergb75@free.fr
Í sumar, bikiní eða þríkiní á ströndina
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Breski hönnuðurinn Giles
Deacon tekur við sem listrænn
stjórnandi franska tískuvöru-
merkisins Emanuel Ungaro.
Giles Deacon, sem er fertugur,
nam við Central Saint Martins-
skólann. Hann stofnaði sitt eigið
merki árið 2004 en þá hafði hann
starfað hjá frægum tískuhúsum á
borð við Gucci og Bottega Veneta
í Mílanó.
Hann var útnefndur besti nýi
hönnuðurinn árið 2004 þegar
hann kynnti fyrstu tískulínu sína
á tískuvikunni í London og var val-
inn Hönnuður ársins 2006. Í fyrra
hlaut hann hin virtu frönsku verð-
laun, ANDAM Grand Prix.
Það hafði legið í loftinu í nokk-
urn tíma að Ungaro sæktist eftir
hönnuðinum en tilkynnt
var um ráðninguna í
vikunni. Deacon mun
kynna fyrstu
vor- og sumar-
línu sína fyrir
m e rk i ð í
París í októ-
ber.
Deacon
til Ungaro
Giles
Dea-
con
er hér
með
söng-
konunni Lily
Allen.
Kjóll 3.990,-
l blár og svartur
stærðir xS l xL
ótrúlega klæðilegur
þessi.
Kjóll 6.990,-
l einnig í svörtu og
gráu,ein stærð go efni
og flo snið.
Kjóll 7.990,-
Ein stærð, go snið,
mjög flo ur.
Opið frá 11–21 í Smáralind, fimmtudag.
Skyrtukjóll 6.590,-
stærðir S l L, flo efni
og mjög sæ snið.
Full búð af nýjum vörum
Ótrúleg verð!
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447