Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 27. maí 2010 3 Þótt undarlegt megi virð-ast á tímum skynsemi og vandlega hugsaðra inn-kaupa á fatnaði eru sund- föt fyrir komandi sumar ótrú- lega litrík og margbreytileg. Gæti verið að sundbolum og bikiníum sé ætlað að bæta fyrir hugleysi hönnuða sem að miklu leyti hanna markaðsvingjarnlega vöru til að lifa af á erfiðum tímum. Í nokkur sumur hefur sund- bolurinn verið að ryðja sér til rúms og sífellt minna um bik- iní á ströndinni nema hjá þeim sem notuðu bara neðri partinn. En hver sagði að tískan gengi í hringi? Og nú er það bikiníið sem gildir að nýju. Ekki þó alltaf með bandinu hnýttu aftur fyrir háls- inn heldur oft á tíðum með breið- um borða yfir brjóstin sem kemur í veg fyrir far á öxlunum sem hér í Frakklandi er kallað bónda- brúnka og vísar í þá sem vinna úti og eru með sólbrúnkufar á hálsi eða handleggjum og þykir ekkert voðalega „chic“ í París. Í sumar er helsta nýjungin það sem á íslensku mætti kalla þríkiní. Ólíkt bikiníinu, sem er í tveimur hlutum, er þríkiníið ekki í þremur hlutum. Nafnið kemur til af því að efri og neðripartur- inn eru tengdir saman til dæmis með fléttaðri snúru. Fastir liðir eins og venjulega á vorin er sundfataherferð H&M sem að þessu sinni er ekki tengd neinni stórstjörnu en það er vissu- lega áhugavert að geta keypt ný baðföt fyrir fríið á ströndinni á hverju ári án þess að leggja í það stórar upphæðir. Hitt er svo annað mál að það sem framleitt er í Indlandi, Kína eða í Austur- Evrópu og skýrir lágt verð versl- anakeðjanna gæti allt eins verið framleitt af fimm ára börnum á nóttunni með eina krónu á tímann í laun, hvað vitum við? Litríkt skal það vera í sumar hvort sem um er að ræða fræg munstur ítalska tískuhússins Emelio Pucci sem á nýafstaðinni Cannes-hátíð klæddi Evu Long- oriu eða bara eitthvað frá Cos (dýrari lína H&M). Fyrir þær sem halda sig við sundbolinn á hann þó ekki að vera heill heldur með beru á milli líkt og úr ræmum af efni (Pucci eða Michael Kors). Einnig er tilvalið að poppa sund- bolinn upp með netkjól frá Y-3 (Yojhi Yamamoto) sem er fínn á barinn þegar degi hallar. Munið svo að nota náttúrulega sólar- vörn (Bio) því sú sem flestir nota kemur í veg fyrir að geislar sólar fari í gegn, jafnvel í sjón- um eftir að hún hefur skolast af húðinni og því er sólarvörnin að drepa sjávarlíf við strendur sólar- sumarleyfisstaðanna. Punkturinn yfir i-ið eru svo risasólgleraugu því stærri því betri. Ekki gott að kaupa þau ódýrustu fyrir þá bláeygðustu sem hafa viðkvæm augu. Annars er auðvitað til lausn á baðfatatísk- unni. Hægt er að fara á nektar- strönd og þá þarf hvorki að hugsa um útgjöld eða tísku. bergb75@free.fr Í sumar, bikiní eða þríkiní á ströndina ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Breski hönnuðurinn Giles Deacon tekur við sem listrænn stjórnandi franska tískuvöru- merkisins Emanuel Ungaro. Giles Deacon, sem er fertugur, nam við Central Saint Martins- skólann. Hann stofnaði sitt eigið merki árið 2004 en þá hafði hann starfað hjá frægum tískuhúsum á borð við Gucci og Bottega Veneta í Mílanó. Hann var útnefndur besti nýi hönnuðurinn árið 2004 þegar hann kynnti fyrstu tískulínu sína á tískuvikunni í London og var val- inn Hönnuður ársins 2006. Í fyrra hlaut hann hin virtu frönsku verð- laun, ANDAM Grand Prix. Það hafði legið í loftinu í nokk- urn tíma að Ungaro sæktist eftir hönnuðinum en tilkynnt var um ráðninguna í vikunni. Deacon mun kynna fyrstu vor- og sumar- línu sína fyrir m e rk i ð í París í októ- ber. Deacon til Ungaro Giles Dea- con er hér með söng- konunni Lily Allen. Kjóll 3.990,- l blár og svartur stærðir xS l xL ótrúlega klæðilegur þessi. Kjóll 6.990,- l einnig í svörtu og gráu,ein stærð go efni og flo snið. Kjóll 7.990,- Ein stærð, go snið, mjög flo ur. Opið frá 11–21 í Smáralind, fimmtudag. Skyrtukjóll 6.590,- stærðir S l L, flo efni og mjög sæ snið. Full búð af nýjum vörum Ótrúleg verð! Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.