Fréttablaðið - 27.05.2010, Side 33

Fréttablaðið - 27.05.2010, Side 33
Að þessu sinni bjóðum við upp á álfapar,“ segir Ómar Valdimarsson, verkefna- stjóri álfasölu SÁÁ, en yfir- skrift álfasölunnar er: „Álf- urinn – fyrir unga fólkið.“ Enda verður öllum hagn- aði af sölunni verið til að efla unglingadeildina á Sjúkrahúsinu Vogi. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. „Við munum selja álfinn alla helgina og hvetjum sölufólk, ein- staklinga og félagasamtök, að hafa samband við okkur í gegnum heima- síðu SÁÁ, www.saa.is eða í síma 530-7600. Álf- urinn tákn um hið góða „Það hefur komið í ljós að það skil- ar ótrúlegum árangri að heita á Álf- inn,“ segir Ómar Valdimarsson og er ekki að grínast. „Álfur- inn er tákn um að maður stendur með lífinu frekar en dauðanum og maður er til í að leggja sitt af mörkum til að gefa ungu fólki kost á að lifa mannsæmandi lífi.“ Það eru nú þegar yfir 20 þúsund manns í landinu sem hafa farið í gegnum meðferð hjá SÁÁ og þeir geta allir vitnað um þetta. Það sama gildir um fjölskyldur þeirra því enginn alkó- hólisti er einn, jafnvel þótt þeir telji sjálfir að svo sé á meðan þeir eru í neyslu. „Mín eigin meðferð um árið hafði þannig bein – og góð – áhrif á að minnsta kosti tuttugu manns,“ segir Ómar í baráttuhug. FH sigursælt og söluhæst Hin ýmsu félagasamtök og íþrótta- félög hafa verið dugleg við að nota álfasölu SÁÁ til að styrkja starf unga fólksins. Þannig hefur íþróttafélagið 05maí 2010 Áheit á álfaparið ÓMAR VALDIMARSSON, verkefnastjóri álfasölu SÁÁ, er ekki í vafa um dulmagnaðan kraft álfanna sem SÁÁ selur á hverju ári. Hann mælir með áheitum á álfinn og segir það skila árangri. Svo bendir hann á að FH-ingar hafi verið hvað duglegastir að selja álfinn síðustu ár og árangurinn hefur ekki látið á sér standa hvað Íslandsmeistaratitla í knattspyrnu varðar. Og þau hjá FH ætla að selja fleiri álfa í ár en síðustu ár. HILMAR KRISTENSSON NÝFERMDIR KRAKKAR ERU AÐ KOMA Í MEÐFERÐ OG SUM ANSI ILLA FARIN AF LANGVARANDI NEYSLU ÁFENGIS FH verið söluhæst undanfarin ár. Ómar er ekki undrandi á að árang- urinn skili sér alla leið upp í meist- araflokk þar sem FH-ingum hefur gengið einna best, sér í lagi í meist- araflokki karla í knattspyrnu. „Og í ár leggjum við allt undir og bjóðum upp á álfapar. Karlar geta keypt sér álfkonu, konur álf – eða öf- ugt. Þetta er ekki mikill peningur – 1500 krónur fyrir stykkið eða 3000 krónur fyrir parið.“ Allur peningurinn fer, sem fyrr segir, í að efla unglingadeildina á Vogi og veitir ekki af. Það er allt- af að fjölga því unga fólki sem leit- ar til SÁÁ – og það hræðilega er að aldurinn er að færast neðar. Ný- fermdir krakkar eru að koma í með- ferð og sum ansi illa farin af lang- varandi neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Kreppan kemur illa niður á þessum krökkum og mikilvægt að Vogur skeri ekki niður þjónustu við unga fólkið. HILMAR OG ÁLFARNIR Um helgina hefst álfasala SÁÁ en þetta er í 22. sinn sem SÁÁ selur álfinn. Hér er Hilmar (í miðið) ásamt félögum sínum Ómari Valdimarssyni (til vinstri) og Ágústi Jónatanssyni (til hægri). VOGUR Allur peningurinn sem safnast fer í að efla unglingadeildina á Vogi og veitir ekki af. Það er alltaf að fjölga því unga fólki sem leitar til SÁÁ. ÁLFAPARIÐ „Karlar geta keypt sér álfkonu, konur álf – eða öfugt,“ segir Ómar Valdimarsson verkefnastjóri. HRINGJA Í 907-1500 MYND: GUNNAR GUNNARSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.