Fréttablaðið - 27.05.2010, Page 34

Fréttablaðið - 27.05.2010, Page 34
06 maí 2010 „Eftir að ég kom úr meðferð 2006 hafði ég allt í einu miklu meiri tíma en ég vissi hvað ég ætti að gera við,“ útskýrir Jenný Anna Baldursdóttir of- urbloggari um tilurð þess að hún fór að blogga. „Það var runnið af mér og vegna neyslunnar var ég orðinn sjúk- lingur, tímabundið. Ég hafði feng- ið sykursýki 1 og var búinn að missa mátt í fætinum og það var óvíst um hvort það kæmi aftur í hann kraft- ur. Svo ég sat eiginlega föst heima og hafði ekkert að gera.“ Og þetta byrjaði sem snúrublogg er það ekki? „Jú, ég var skelfingu lostin við að falla og þess vegna fór ég að blogga um hvernig var að vera edrú. Ég var nær dauða en lífi þegar ég komst undir manna hendur hjá SÁÁ og vildi lifa,“ svarar Jenný en hún fékk mikil og góð viðbrögð við snúrublogginu. „Fólk var mjög hrifið af þessu bloggi. Ég fékk mikið af komment- um á bloggið og fullt af tölvupóstum frá fólki sem vantaði upplýsingar eða ráð. Ég benti þeim auðvitað bara á fagfólk í þessum efnum. SÁÁ bjarg- aði lífi mínu.“ Allt öðrum að kenna Eftir því sem tíminn leið þróaðist bloggið hennar Jenný úr því að vera blogg um edrúmennsku yfir í að vera um allt milli himins og jarðar. Í hruninu varð Jenný svo einn af vin- sælustu bloggurum landsins enda mikil eftirspurn eftir hispurslaus- um skoðunum. Nú er svo komið að Jenný er að fá allt að 5000 heimsókn- um á dag. Þú ert kjaftfor uppreisnarseggur er það ekki? „Jú, jú. Það má alveg segja það. Ég hef ofboðslega gaman að hrista upp í hlutunum. Reyni einmitt stundum að fara í taugarnar á til dæmis mál- hreinsunarmönnum á blogginu. Skít inn orðum eins og fokk og allskonar enskum orðum með íslenskri staf- setningu.“ Jenný Anna er líka pólitísk og var flokksbundinn Allaballi á sínum tíma. Hún hefur sterkar skoðanir á hvað er að gerast í landinu okkar. „Að fylgjast með þjóðmálunum er eins og að vera á sveppum og horfa á Fellini bíómynd,“ segir hún og hlær. „Æi, stundum er samt voða leið- inlegt að horfa upp á hversu erfitt fólk á með að viðurkenna mistök. Þetta fólk er eins og maður var sjálf- ur áður en maður fór í meðferð. Það var allt öðrum að kenna og maður var svo mikið fórnarlamb.“ Gardínufíkill „Þótt ég bloggi mikið um þjóð- málin núna er ég alltaf með edrú- mennskuna mína uppi á borðinu, líka í blogginu. Mér finnst það bara vera spurning um heiðarleika,“ seg- ir Jenný. „Þetta er bara ég og þótt ég sé ekkert að troða því upp á fólk þá finnst mér mikilvægt að vera ekki með neinn feluleik.“ Jenný hefur aðeins feng- ið eitt bakslag í edrúgöng- una sína sem hófst á Vogi fyr- ir fjórum árum. Ári eftir að hún náði að verða edrú slasaðis hún og þurfti að fara á lyf og fó því strax á Vog en það er þjón usta sem alkóhólistum og fíklum býðst því oft getur þeim reyn erfitt að neyðast til að taka lyf. „Ég var líka aðallega pill sjúklingur. Labbaði varla framh lyfjaskápnum öðruvísi en að bæ á mig nokkrum pillum,“ útský Jenný og hlær að öllu saman í d enda finnst henni mikilvægt að til kvenna í svipaðri stöðu og h var í á sínum tíma. En hvað kemur til að þú f svona seint í meðferð? „Ég byrjaði mjög seint að drekka. Drakk sósjalt kannski þegar ég var með stelpurnar mínar ungar og hafði tekið einhverjar rispur áður en ég gifti mig en þetta byrjaði mjög seint hjá mér. En þegar það loksins byrjaði var ég eins sorgleg birtingarmynd af gardínufíkli og hægt er að hugsa sér.“ Djöfull er þetta gott Jenný sér ekki eftir að hafa farið og leitað sér hjálpar enda var hún mjög langt leidd. „Ég var fársjúk og neyslan var far- in að hafa áhrif á minnið mitt, ég hafði fyrir löngu gleymt öllum síma- númerum og ég laug stöðugt og það var voru allir að gefast upp á mér þegar ég fór loksins á Vog. Ég þorði varla að fara út úr húsi og var orðin spikfeit og leið mjög illa.“ Stelpurnar hennar Jenný, sem eru fæddar frá 1970-1980, voru líka farn- ar að gefast upp á henni. En þetta eru flottar stelpur sem Jenný er afar stolt af. Sú elsta er lögfræðingur, sú næst- elsta framkvæmdarstjóri í London og sú þriðja er að læra sagnfræði við Háskólann. „Það er eiginlega óhugnanlegt hvað ég er ánægð með lífið núna. Ég er enn að vakna á morgnana og segja við sjálfa mig: Djöfull er þetta gott! Þetta einfaldar náttúrulega alla lífsins hluti að vera edrú. Þetta er allt annað líf og snýst kannski fyrst og síðast um ábyrgð.“ Læknaritari með makka En hvað kemur til að þú sért svona mikil nútímamanneskja, á blogginu og öll í tölvum og slíku? „Ég hef alltaf haft áhuga á tölvum. Á sínum tíma starfaði ég sem lækna- ritari á landspítalanum og var ein af SÁÁ bjargaði líf i mínu ÉG VAR FÁRSJÚK OG NEYSLAN VAR FARIN AÐ HAFA ÁHRIF Á MINNIÐ MITT, ÉG HAFÐI FYRIR LÖNGU GLEYMT ÖLLUM SÍMANÚMERUM OG ÉG LAUG STÖÐUGT JENNÝ OG INGA VINKONA Jenný hefur alltaf verið í pínu uppreisn og á það til að vera pínu kjaftfor á blogginu þótt hún sé auðvitað dama. JENNÝ LITLA Jenný ólst upp við alkóhólisma á heimilinu sínu og segist vera prótótýpa fyrir meðvirka manneskju. BLOGGARINN JENNÝ „Þótt ég bloggi mikið um þjóðmálin núna er ég alltaf með edrúmennskuna mína uppi á borðinu, líka í blogginu.“ JENNÝ ANNA BALDURSDÓTTIR „Ég var fársjúk og neyslan var farin að hafa áhrif á minnið mitt, ég hafði fyrir löngu gleymt öllum símanúmerum og ég laug stöðugt og það var voru allir að gefast upp á mér þegar ég fór loksins á Vog.“ MYND: HARI@SKUGGAVERK.COM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.