Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 46
 27. MAÍ 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ●tjöld og útilega Geir Gígja, sem fer í þó nokkrar útilegurnar yfir sumartímann, segir að félagsskapurinn í útilegum sé stór hluti skemmt- unarinnar. „Við höfum stundað það að fara í útilegur í líklega tíu ár,“ segir Geir Gígja útileguáhugamaður sem rekur vefinn www.tjalda.is ásamt Jónínu Einarsdóttur, eiginkonu sinni. „Við eigum þrjú börn á aldr- inum þriggja til tólf ára sem geta ekki beðið eftir sumrinu til þess að komast í fyrstu útilegurnar.“ Geir segir að fjölskyldan hafi að vísu ekki farið enn í fyrstu úti- legu sumarsins. „Við komumst ekki um síðustu helgi en lágum heima og kvöldumst í staðinn,“ segir Geir brosandi. „Við vænt- um þess að fara jafnvel um næstu helgi. Við erum að spá í að fara eitthvað tiltölulega stutt þar sem við getum mögulega laumast í sjónvarp til að fylgjast með kosn- ingunum. Fossatún gæti orðið fyrir valinu.“ Aðspurður segir Geir að fjöl- skyldan hafi farið í útilegur allar helgar í fyrrasumar nema eina. „Þetta er bara svo gaman. Gott veður, úti í náttúrunni í góðum félagsskap, jafnvel þótt við séum að fara bara í stuttan tíma með tilheyrandi veseni við að taka sig til þá er þetta samt sem áður svo mikil afslöppun,“ segir Geir sem hefur notað fellihýsi, tjaldvagn og tjald í útilegunum. Fyrir styttri útilegur fer fjöl- skyldan á Suðurland, Vesturland og Norðvesturland. „Síðan er voðalega gaman að fara í lengri ferðalög og fara þá Vestfirðina, lengra inn á Norðurlandið eða bara hringinn,“ segir Geir og rifjar upp eina eftirminnilegustu ferð fyrrasumars: „Það var rosa- lega gaman um verslunarmanna- helgina. Við fórum á Hellishóla og keyrðum aðeins upp á hálend- ið í frábæru veðri. Það er sú ferð sem stendur upp úr eftir sumar- ið í fyrra.“ Geir segir fjölskylduna reyna að velja tjaldsvæði sem þau hafa ekki prófað áður en markmið- ið sé að fara á öll 180 tjaldsvæð- in á vefnum tjalda.is. „Við erum ábyggilega komin upp í einhver sextíu til sjötíu tjaldsvæði á þess- um tíu árum.“ - mmf Útilegur mikil afslöppun Geir Gígja telur sig hafa prófað um sextíu til sjötíu tjaldsvæði á tíu árum en hér er hann í Þakgili ásamt Lenu Rut, dóttur sinni. MYND/ÚR EINKASAFNI Góður svefnpoki er nauðsynlegur í útileguna. Hérna eru nokkur ráð til að velja rétta pokann. Margar gerðir eru til af svefn- pokum en fyrir þá sem hreyfa sig mikið í svefni geta nokkr- ir aukasentimetrar við axlirnar gert gæfumuninn. Þeir sem þurfa minna pláss geta þá valið sér þrengri poka. Þegar hitastig pokans er valið þá er sniðugt að velja poka sem hefur fimm til tíu gráða meira kuldaþol heldur en búist er við að lenda í. Við val á efni pokans er dún- poki sniðugur ef þyngd og pláss skipta miklu máli en ga l l - inn er hins vegar sá að blautur dún-svefn- poki verð- ur mjög kald- ur. Svefnpoki úr gerviefni er því sniðug- ur við þær að- stæður. Heimild: www.alparnir. is. Nokkur ráð við val á svefnpoka Margar mismun- andi gerðir eru til af svefnpokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.