Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 58
30 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Poppheimurinn er alltaf að verða hvikulli. Ef ný hljómsveit nær að
vekja athygli á sér á einni af aðal tónlistarhátíðunum eða á víðlesnum
tónlistarvef eru músikpælarar úti um allan heim strax búnir að frétta
af því og ef viðkomandi stendur undir væntingum fylgja fjölmiðlarnir
í kjölfarið. Þessi pistill er dæmi um það.
Hljómsveitin Sleigh Bells
frá Brooklyn er skipuð þeim
Derek Miller og Alexis
Krauss. Þau hittust árið 2008
og byrjuðu að vinna saman
að tónlist. Derek semur lög,
spilar á gítar og tekur upp,
en Alexis syngur. Þau vöktu
mikla athygli á CMJ-tónlist-
arhátíðinni í New York í októ-
ber 2009 og í kjölfarið tók tón-
listarkonan M.I.A. þau upp á
sína arma og sendi myndbönd
með þeim að spila á tónleikum
úti um allar trissur. Þannig
heyrði ég fyrst í þeim. Nú, örfáum mánuðum seinna, er svo fyrsta
plata sveitarinnar, Treats, að koma út og tónlistarmiðlar keppast um
að lofa hana. Pitchforkmedia gefur henni t.d. 8.7/10 og meðaleinkunn
hennar á Metacritic er 89/100. Sleigh Bells er líka bókuð á flottustu
tónlistarhátíðirnar, er t.d. að spila á Primavera Sound í Barcelona í
kvöld.
Og standa Derek og Alexis undir lofinu? Já, já. Treats er fín plata.
Tónlistin er fersk og skemmtilegt blanda. Pitchfork talar um „gítarriff
úr pönki og metal, millihraða takta úr hip-hoppi og elektró og ofur-
grípandi syngdu-með viðlög“. Það er ágæt lýsing. Fínt að byrja á því að
tékka á lögum eins og Crown on the Ground og Tell Em. Það er erfitt
að geta sér til um það hvort það verði enn talað um Sleigh Bells eftir
eitt eða tvö ár. Það veit samt á gott að M.I.A. fékk Derek Miller til að
vinna með sér á nýju plötunni sem er væntanleg í næsta mánuði.
Það heitasta þessa vikuna …
SJÓÐANDI HEIT Sleigh Bells eru þau Derek
Miller og Alexis Krauss.
> Í SPILARANUM
Band of Horses - Infinite Arms
Í svörtum fötum - Tímabil
Paul Weller - Wake up the Nation
We Are Scientists - Barbara
Dr. Dog - Shame, Shame
BAND OF HORSES DR. DOG
> Plata vikunnar
Quadruplos - Quadruplos
★★★★
„Flottur hljómur, dýnamík og tryll-
ingur einkenna þessa fyrstu plötu
Quadruplos.“ TJ
■ Livin’ la Vida Loca skaust á toppinn í Bandaríkjunum hinn 8.
maí árið 1999.
■ Lagið hélt toppsætinu í fimm vikur þar til Jennifer Lopez velti
Ricky af stallinum.
■ Þetta lag er talið hafa rutt brautina fyrir latínó-poppara á borð
við Lopez, Enrique Iglesias og Shakiru.
■ Ricky Martin varð í kjölfarið stórstjarna í poppinu og hefur selt
yfir 60 milljón plötur um allan heim.
■ Einkalíf Ricky Martin hefur lengi verið til umfjöllunar í fjölmiðl-
um. Hann þvertók um árabil fyrir að vera samkynhneigður
og sagði að sögur þess efnis væru sprottnar frá óvinum
sínum.
■ Í lok mars á þessu ári tilkynnti Martin á heimasíðu
sinni að hann væri samkynhneigður. „Ég er heppinn
samkynhneigður maður. Ég nýt blessunar.“
TÍMAVÉLIN RICKY MARTIN Á TOPPINN ÁRIÐ 1999
Ricky kemur sér á kortið
Breska rokksveitin The Rolling
Stones á vinsælustu plötuna í Bret-
landi í fyrsta skipti í 16 ár. Um er
að ræða endurútgáfu á hinni vin-
sælu plötu Exile On Main Street.
Platan kom fyrst út árið 1972 en
er nú endurútgefin með áður óút-
gefnum lögum. Það var árið 1994
sem Stones komst síðast á topp-
inn í Bretlandi, þá með Voodoo
Lounge.
Exile On Main Street er endur-
útgefin vegna útgáfu á heimildar-
mynd um gerð plötunnar. „Þessar
vinsældir sanna að tónlist Stones
er jafn öflug í dag og þegar hún
var samin,“ segir David Joseph,
stjórnarformaður Universal í Bret-
landi, útgáfufyrirtækis The Roll-
ing Stones.
Stones á toppnum
THE ROLLING STONES Gömlu mennirnir
eru enn vinsælir. Frá vinstri eru Mick
Jagger, Ron Wood, Keith Richards og
Charlie Watts.
Brimbrettakappinn hug-
ljúfi, Jack Johnson, syng-
ur inn sumarið með sinni
sjöttu plötu, To The Sea,
sem kemur út á þriðjudag-
inn.
Jack Johnson segir að titill plöt-
unnar vísi til þess þegar faðir leið-
ir son sinn í átt til sjávarins þar
sem sjórinn tákni undirmeðvit-
undina. „Platan snýst um að fara
undir yfirborðið og læra að þekkja
sjálfan sig,“ segir hann. „Ég á þrjú
börn, þannig að platan snýst dálít-
ið um fjölskyldumál. Bæði um mig
sem son föður míns og með hvaða
augum ég horfi á börnin mín. Ég
er 34 ára og er á ákveðnum tíma-
mótum í lífinu þar sem mér líður
stundum eins og barni en stundum
eins og föður. Platan snýst um alla
þessa hluti.“
Johnson fæddist á Hawaii árið
1975. Faðir hans var mikill brim-
brettakappi og ungur að árum
fylgdi sonurinn í fótspor hans.
Johnson vakti fljótt athygli fyrir
hæfileika sína og gerðist atvinnu-
maður í faginu. Sá ferill stóð stutt
yfir því þegar hann var sautján
ára lenti hann í slæmu brimbretta-
slysi. Hann vatt kvæði sínu í kross,
útskrifaðist með kvikmyndagráðu
frá Kaliforníuháskóla og sneri í
auknum mæli að tónlistinni í frí-
stundum sínum, þar sem Bob
Dylan, Ben Harper og Jimi Hendr-
ix voru á meðal áhrifavalda. Það
var einmitt upptökustjóri Bens
Harper, J.P. Plunier, sem fékk
prufuupptökur frá Johnson í hend-
urnar og ákvað að taka upp fyrstu
plötuna hans, Brushfire Fairyta-
les. Síðan þá hefur aðdáendahópur
Jack Johnson stækkað með hverri
plötunni og hafa þær nú selst í
hátt í tuttugu milljónum eintaka,
þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi
ekki allir verið sammála um ágæti
hans. Vinsældirnar koma samt
ekki á óvart því tónlistin er sér-
lega sumarleg og léttleikandi og
textarnir eru flestir uppfullir af
bjartsýni, ást og gleði.
Johnson er mikill umhverfisvernd-
arsinni og til að mynda var nýja
platan tekin upp í tveimur hljóð-
verum hans í Hawaii og í Los Ang-
eles sem eru bæði knúin áfram af
sólarorku. Síðastliðinn mánudag
ákvað hann svo að kynna plöt-
una með því að halda tónleika við
strönd borgarinnar Santa Monica
í Los Angeles þar sem gestir voru
hvattir til að hreinsa ströndina í
leiðinni.
Johnson hefur í nógu að snúast í
sumar við að fylgja nýju plötunni
eftir. Tónleikaferð um heiminn
hefst um miðjan júní og á meðal
viðkomustaða verða Hróarskeldu-
hátíðin og Glastonbury á Englandi.
freyr@frettabladid.is
Jack fer á bólakaf
JACK JOHNSON Brimbrettatöffarinn söngelski er að gefa út sína sjöttu plötu, To The
Sea. NORDICPHOTOS/GETTY
Plöturnar:
To The Sea (2010)
Sleep Through The Static (2008)
Sing-A-Longs and Lullabies For
The Film Curious George (2006)
In Between Dreams (2005)
On And On (2003)
Brushfire Fairytales (2001)
Vinsæl lög:
Flake (Brushfire
Fairytales)
Sitting, Waiting
Wishing (In Bet-
ween Dreams)
Upside Down
(Curious
George)
Angel (Sleep
Through The
Static)
You And Your Heart (To The Sea)
Heimildarmyndir:
Thicker Than Water (2000)
The September Sessions (2002)
FRÁ JACK JOHNSON:
ÆVINTÝRI ÚR
SKÓGINUM
Skemmtileg saga
um snjalla mús og
hræðilega ófreskju.
Litrík bók í bundnu máli
sem farið hefur sigurför
um heiminn.
Þórarinn Eldjárn þýddi.