Fréttablaðið - 27.05.2010, Side 60

Fréttablaðið - 27.05.2010, Side 60
 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > ARFTAKINN FUNDINN Michael Bay var ekki lengi að finna arftaka Megan Fox sem gaf það út nýverið að hún hygðist ekki leika í þriðju myndinni um umbreyting- ana. Sú heppna heitir Rosie Hunt- ington-Whiteley, þekktust fyrir að vera Victoria‘s Secret-fyrirsæta. Lísu í Undraland eftir Tim Burton hefur unnið það einstaka afrek að raka inn einum milljarði Banda- ríkjadala í miðasölu. 332 milljónir komu inn í kass- ann í Bandaríkjunum og 667 milljónir á öðrum svæðum. Þetta þykir nokkuð merkilegt því þetta er aðeins sjötta myndin í sögunni sem nær þessu tak- marki. Hinar eru Avatar, Titanic, Síðasta Hringa- dróttinssögumyndin, Dark Knight og þriðja myndin um Jack Sparrow og hina ribbaldana í Karíbahaf- inu. Burton í milljarð Unnendur skylmingamynda halda áfram að fá dýrindis máltíðir framreiddar á kvikmyndahlað- borðið því stórmyndin Centurion verður frumsýnd um helgina. Myndin gerist á Bretlandi um það leyti sem rómverska heims- veldið er að leggja landið undir sig. Herdeild undir stjórn Quintus Dias lendir í óvæntri mótspyrnu þegar hópur Pikta, þjóðflokks sem býr í Skotlandi, verst með kjafti og klóm gegn hernámi Róm- verja. Þegar sonur leiðtoga Pikta er drepinn neyðast Rómverjarnir til að leggja á flótta enda eru Pikt- ar þekktir fyrir sannkallaða villi- mennsku í stríði. Með helstu hlut- verk í myndinni fara þau Michael Fassbender, Dominic West og Bond-pían Olga Kurylenko. Þeir sem kjósa aðeins rólegri stemningu gætu kíkt á nýjustu mynd Michaels Cera. Þrátt fyrir að leikarinn Cera verði 22 ára 7. júní næstkomandi virðist hann helst næla sér í sextán ára gelgju- hlutverk. Youth in Revolt er engin breyting á því. Cera leikur Nick Twisp sem á í vandræðum með sjálfan sig en þegar hann kynn- ist draumadísinni ákveður hann að skapa Francois Dillinger, hið illa sjálf. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Ray Liotta og Justin Long. Unglingar og rómverjar ALLTAF UNGUR Michael Cera virðist fallinn í sömu gildru og Michael J. Fox, hann er alltaf ungur. Ævi ítalskættaða söngv- arans Frank Sinatra er sveipuð goðsagnakenndum ljóma. Hann var ætíð áber- andi í bandarísku þjóðlífi, tók umdeildar ákvarðanir á stjórnmálasviðinu, studdi menn og málefni á opinber- um vettvangi, var bendlað- ur við mafíuna og var allan sinn feril hleraður af FBI. Efniviðurinn er sannarlega fyrir hendi fyrir góða bíó- mynd. En Sinatra, stóra myndin um Frank, hefur aldrei verið gerð. Sem verður að teljast nokkuð merki- legt. Kvikmyndir um tónlistar- menn eru gerðar með reglulegu millibili. Og þær draga ekki allt- af upp fallega mynd af viðkomandi listamanni. Ævi og einkalíf sveita- söngvarans Johnny Cash í Walk the Line var ekki meðhöndlað neinum silkihönskum þar sem maðurinn í svörtu hélt framhjá eiginkonu sinni, smyglaði eiturlyfjum og var raunar hið mesta fól þar til hann fann Jesú. John Lennon ratar líka með jöfnu millibili á hvíta tjaldið, sömuleiðis Presley. CBS-sjónvarpsstöðin réðst fyrir næstum tuttugu árum í gerð viða- mikillar sjónvarpsþáttaraðar um Frank Sinatra. Phil Casnoff, þekkt- ur fyrir sjónvarps- og sviðsleik, var fenginn til að túlka Sinatra. Hún var frumsýnd árið 1991 og fékk Golden Globe-verðlaun og sitt- hvað fleira. Sinatra var hins vegar enn á lífi og Casnoff hitti meira að segja goðsögnina meðan á tökum stóð. Þannig að ekki var rými til að skoða sögu söngvarans með gagnrýnum gleraugum. Þar er af nægu að taka; Sinatra daðraði við stjórnmál jafnt sem konur, studdi John F. Kennedy, átti vingott við mafíuósa og glímdi ætíð við mikið þunglyndi. Fjölskyldulífið var því oft þjakað af miklum skapsveifl- um eins og kemur fram í ævisögu dóttur hans, Tinu Sinatra. Sinatra hefur því aldrei fengið það framhaldslíf á hvíta tjaldinu sem hann á skilið. Martin Scor- sese er nú sagður vera með handrit að kvikmynd um Sinatra og Brett Ratner hefur einnig lýst því yfir að hann vilji gera mynd þar sem ævi Sinatra er í aðalhlutverki. Scor- sese hefur hins vegar ekki gert það upp við sig hvernig hann vilji gera myndina; tveir valmöguleikar séu í stöðunni. Annars vegar að gera tímabilsmynd með einum leikara í hlutverki Sinatra eða gera mynd- ina á svipaðan hátt og Todd Hay- nes gerði með Bob Dylan þar sem nokkrir leikarar gerðu honum skil. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Scorsese þó mestan hug á að gera tímabilsmynd sem yrði í svipuðum stíl og Goodfellas og leikstjórinn magnaði lýsti því strax yfir að Al Pacino væri kjörinn í hlutverk Sinatra, De Niro smell- passaði síðan sem Dean Martin. En eftir því sem fréttir herma frá Hollywood þá er fjölskyldu Sin- atra ákaflega umhugað um ímynd söngvarans. Og líst ekkert á að Scorsese vilji gera „Goodfellas“- kvikmynd um söngvarann. Tina Sinatra, sem á réttinn að öllum verkum föður síns, er ekki sögð vera himinlifandi með yfirlýsingar Scorsese. Henni líst til að mynda illa á Al Pacino í hlutverk föður síns. „Ég myndi vilja sjá George Clooney leika hann,“ sagði Tina í samtali við fjölmiðla og vill að eigin sögn fá nokkuð mjúka mynd af föður sínum. Því ber að halda til að haga að Tina á allan réttinn að lögum föður síns og því veltur ansi mikið á henni og hennar skoð- unum. Deilt um Frank Sinatra MAGNAÐ Lísa í Undralandi hefur þénað yfir einn milljarð dollara í miðasölu um allan heim. SINATRA Scorsese vill gera Goodfell- as-kvikmynd um Frank Sin- atra en dóttir stjörnunnar er ekki hrifin af þeirri nálgun. Scorsese vill Al Pacino í stóra hlutverkið, dótturina dreymir helst um að sjá George Cloon- ey sem bláskjá. M a k a l a u s „ B r i d g e t J o n e s , e a t y o u r h e a r t o u t ! “

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.