Fréttablaðið - 27.05.2010, Side 63
FIMMTUDAGUR 27. maí 2010 35
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 27. maí 2010
➜ Tónleikar
20.00 Freyja
Gunnlaugs-
dóttir klarín-
ettuleikari og
Hanna Dóra
Sturludóttir
Mezzósópr-
an halda
útgáfutónleika í Seltjarnarneskirkju við
Kirkjubraut. Á efnisskránni verða meðal
annars verk eftir J. Brahms, W.A. Mozart
og Atla Heimi Sveinsson.
20.00 Kristján Jóhannnsson óperu-
söngvari kemur fram á tónleikum í
Hamarssal Flensborgarskólans ásamt
kórum skólans. Fjölbreytt efnisskrá.
21.00 Scott McLemore og Hammond
tríó Þóris Baldursson koma fram á
tónleikum á Café Rosenberg við Klapp-
arstíg.
22.00 Hvannadalsbræður halda
útgáfutónleika á Græna Hattinum við
Hafnarstræti á Akureyri. Húsið verður
opnað kl. 21.
➜ Sýningar
Í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópa-
vogi, stendur yfir yfirlitssýning á verkum
Hafsteins Austmanns. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 11-17.
➜ Pub Quiz
20.00 Fótbolta Pub Quiz fer fram á
Enska barnum við Austurstræti. Vegleg
verðlaun í boði og enginn aðgangseyrir.
Þema kvöldsins er Íslenskur fótbolti.
Nánari upplýsingar á www.sammarinn.
com.
➜ Leikrit
20.00 Leikhópurinn CommonNon-
sense sýnir verkið Af ástum manns og
hrærivélar í Kassanum, sýningarrými
Þjóðleikhússins við Lindagötu. Nánari
upplýsingar á www.leikhusid.is.
➜ Leiðsögn
14.00 Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
verður með leiðsögn um Nesstofu á
Seltjarnarnesi og um sýninguna Saga og
framtíð. Aðgangur ókeypis.
➜ Fyrirlestrar
20.00 Þýski ljósmyndarinn Friederike
von Rauch segir frá frá verkum sínum
og ferli í Hafnarborg við Strandgötu í
Hafnarfirði. Fyrirlesturinn er í tengslum
við sýninguna Staðir sem nú stendur
þar yfir. Opið alla daga nema þriðju-
daga kl. 12-17. Fimmtudaga er opið til
kl. 21.
20.00 Fulltrúar frá KRADS arkitektum
flytja erindi um verkefni stofunnar hjá
Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu.
Nánari upplýsingar á www.listasafn-
reykjavikur.is. Allir velkomnir.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is.
Bandaríska söngkonan Katy Perry
sagði í nýlegu viðtali við útvarps-
manninn Ryan Seacrest að henni
liði sem hún og unnusti hennar
væru hið nýja stjörnupar. Söng-
konan líkir sér og gamanleikar-
anum Russell Brand við Angel-
inu Jolie og Brad Pitt. „Mér finnst
eins og ég og Russell séum nýja
Brangelina nú þegar kvikmyndin
hans, Get him to the Greek, verð-
ur frumsýnd. Við munum mæta
á rauða dregilinn saman. Það er
allt að gerast á sama tíma þessa
dagana og það er mikil blessun,
ef annaðhvort okkar væri ekki að
vinna þá held ég að við yrðum pirr-
uð á hvort öðru.“
Nýtt ofurpar
OFURPAR? Katy Perry telur sig og unn-
usta sinn vera hið nýja stjörnupar.
NORDICPHOTOS/GETTY
Góðgerðarpókermót verður haldið á Gullöldinni
í Grafarvogi í kvöld klukkan 18. Mótið er til
styrktar fjölskyldu Kristófers Darra Ólafssonar,
sem lést á leiksvæði í Grafarvogi í maí. Hann
var á fjórða aldursári.
Davíð Rúnarsson, einn af aðstandendum móts-
ins, segir fjölmarga landsþekkta skemmtikrafta
ætla að mæta á svæðið og skemmta spilurunum,
en á meðal þeirra verður enginn annar en
Steindi Jr. 1.000 krónur kostar inn á mótið og
menn geta keypt sig inn eins oft og þeir vilja
innan tímamarka.
Fjölmörg fyrirtæki styrkja mótið með vinn-
ingum, en allt fé sem safnast rennur til fjöl-
skyldunnar. Á meðal vinninga eru fartölva,
utanlandsferðir, fatnaður, ljósakort og margt
fleira.
Póker fyrir gott málefni
SKEMMTIR Á GÓÐGERÐ-
ARMÓTI Steindi Jr. mætir
á mótið á Gullöldinni í
kvöld.