Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 6

Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 6
6 4. september 2010 LAUGARDAGUR Telur þú að ríkisstjórnin sé betri eftir breytingar sem gerðar voru í gær? JÁ 22,4% NEI 77,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að leyfa hollenska hernaðar- fyrirtækinu ECA að reka starf- semi sína hér á landi? Segðu þína skoðun á visir.is LANDBÚNAÐUR Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa fengið þóknanir frá ríkinu fyrir umsýslu á niðurgreiðslum rík- isins til bænda þrátt fyrir að engir samningar hafi verið gerðir um greiðslurnar. Ríkisendurskoðun átelur þetta, sem og verklag við búvörusamninga almennt, í nýrri skýrslu. Stofnunin segir áríðandi að ráðuneytið herði eftirlit með framkvæmd búvöru- samninga, sem snúast meðal annars um greiðslur ríkisins til bænda. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þegar sé búið að bæta úr hluta af því sem bent sé á í skýrsl- unni. Greiðslur til BÍ vegna umsýslu námu 10,7 milljónum króna í fyrra. Í skýrslunni eru nefnd dæmi um hvernig tugir milljóna, allt að 150 milljónir, hafi verið rangt bók- aðir. Til dæmis voru greiðslur til mjólkurbænda bókfærðar sem greiðslur til sauðfjárbænda, og greiðslur sem runnu til sauðfjár- bænda bókfærðar til mjólkurbænda. Þessar rangfærslur leiddu til þess að rangfærslur voru í ríkisreikningi. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að erfitt sé fyrir aðra en sérfróða að átta sig á því hvernig greiðslur vegna búvörusamninga séu samsettar. Ráðuneytið verði að tryggja aukið gagnsæi þannig að þingmenn, eftirlitsaðilar og almenn- ingur geti áttað sig á þeim. - bj Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á eftirliti ráðuneytis með greiðslum til bænda: Þóknanir til BÍ án samninga SAUÐFÉ Ríkisendurskoðun krefst aukins gagnsæis í greiðslum vegna búvöru- samninga svo þingmenn, eftirlitsaðilar og almenningur geti áttað sig á greiðsl- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR „Það er stórkostleg upplifun að fá að fljúga svona vél og taka þátt í prófunum á henni,“ segir Randy Neville, tilraunaflug- maður Boeing. Hann var fyrstur til að fljúga nýrri þotu félagsins, Boeing 787 Dreamliner, um miðj- an desember síðastliðinn. Hann er nú staddur hér á landi í fyrstu próf- unum á flugvélinni sem fram fara utan Bandaríkjanna. „Á Keflavíkurflugvelli eru kjör- aðstæður til þess að prófa vél- ina í hliðarvindi,“ segir hann, en snemma í gærmorgun voru meðal annars framkvæmdar lendingar í sterkum hliðarvindi, bæði með sjálfvirkum búnaði og þar sem flugmaður var við stjórnvölinn. Eftir hádegi þegar sýna átti fjöl- miðlum flugið hafði vind lægt og ekkert var flogið. Neville er hér kunnugur stað- háttum. Hann hefur reynsluflog- ið vélum Boeing hér áður og var svo undir lok áttunda áratugarins í flugher Bandaríkjanna um árs skeið á Keflavíkurflugvelli. Boeing Dreamliner er sögð marka tímamót í flugsögunni í því að líkjast meira geimskutlu í hönn- un en hefðbundinni þotu. Hún er þó ekki mjög frábrugðin öðrum flug- vélum að sjá, utan að gluggar eru stærri og vængir heldur lengri. Vélin á að verða öll hin nútímaleg- asta, með rafstýrðri skyggingu á gluggum og loftþrýstingi sem er nær því sem gerist á jörðu niðri. Flugþreyta á því að heyra sögunni til með tilkomu þessara véla. Fimm svona flugvélar eru í reynsluflugi um þessar mundir. Í tilkynningu Boeing kemur fram að vél númer tvö sé við prófan- ir á háflugi og flugi í ofsakulda í Keflavík. Randy Neville upplýsti á kynningarfundi félagsins í gær að í fyrradag hefðo verið lagt upp héðan og hringsólað í þrjá tíma yfir Norðurpólnum. Fram kom á kynningunni í gær að prófanafloti Dreamliner-þotn- anna hafi nú lokið nærri 17 hundr- uð flugtímum af þeim nærri þrjú þúsund sem ætlaðir eru í tilrauna- flug. „Við gerum ráð fyrir því að afhenda fyrstu vélarnar viðskipta- vinum á fyrsta ársfjórðungi 2011,“ segir Jeff Goehard, sérfræðing- ur prófana í teymi Dreamliner hjá Boeing. olikr@frettabladid.is Fengu ekki nægan vind í reynsluflugið Byltingarkennd ný þota, Boeing 787 Dreamliner, er í fyrsta sinn í reynsluflugi utan Bandaríkjanna. Meðal þess sem prófað er á Keflavíkurflugvelli er flugtak og lending í hliðarvindi. Afhenda á fyrstu vélarnar á fyrsta fjórðungi næsta árs. BOEING 787 DREAMLINER Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Gangi áætlanir eftir verður þessi þota afhent japanska flugfélaginu Air Nippon Airlines (ANA) á fyrri hluta næsta árs. Flugprófanir þotunnar sem Boeing segir byltingarkennda standa yfir þannig að færa megi sönnur á flughæfni hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Í FLUGSTJÓRNARKLEFANUM Rich Thomas, tæknimaður hjá Boeing, í flug- mannssæti Boeing 787-þotunnar sem nú er í reynsluflugi á Keflavíkurflugvelli. ÞOTAN KYNNT Lori Gunter, á almanna- tengslasviði Boeing, og Jeff Goehard, sérfræðingur á sviði prófana, spjölluðu við fjölmiðla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ VÍSINDI Íslenskt kvikmyndatökulið hyggst síga í risahellinn Þríhnúka- gíg í Bláfjöllum og mynda hellinn fyrir sjónvarpsþátt um eldsumbrot á Íslandi. Þátturinn er framleidd- ur fyrir sjónvarpsstöðina National Geographic. Ætlunin er að nota þyrlu til að flytja bómukrana að gígopinu og skjóta bómunni yfir opið. Neðan í hana verður síðan fest karfa sem mannskapurinn sígur niður í. Þríhnúkagígur í Bláfjöllum er talinn hafa myndast fyrir um eitt þúsund árum. Hellirinn er í raun gosrás, hátt í tvö hundruð metra djúpur og jafnvel dýpsti hraun- hellir í heimi. Sérstakt félag er um verndun og nýtingu Þríhnúkagígs. Félagsmenn sjá fyrir sér að opna almenningi sýn í undraveröldina í hvelfingu gígsins með sérstök- um göngum sem opnast eiga inn í hellisvegginn. Liðsmenn úr Þríhnúkafélag- inu verða í forgrunni þegar hell- irinn verður myndaður. Sjálf- ir munu þeir nota tækifærið og framkvæma ýmsar mælingar sem á skortir. Um þessar mundir er félagið enn að afla um 60 millj- óna króna til að hægt sé að meta umhverfisáhrif og hagræna þætti við að gera hellinn aðgengilegan almenningi. Íslenska kvikmynda fyrirtækið Profilm annast gerð þáttarins fyrir National Geographic. Anna Dís Ólafsdóttir framleiðslustjóri segir enn of snemmt að upplýsa nánar um verkefnið. - gar Íslenskt fyrirtæki gerir þátt um eldvirkni á Íslandi fyrir National Geographic: Þyrla flytur krana upp á Þríhnúkagíg KYNNINGAREFNI UM ÞRÍHNÚKAGÍG Stórhuga áhugamenn, sem vilja opna almenningi sýn inn í risahvelfingu í Bláfjöllum, fá tækifæri til mælinga í tengslum við gerð sjónvarpsþáttar. Borgarferðir F í t o n / S Í A Verð á mann í tvíbýli 79.600 kr. London Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 3 nætur á Hotel Tavistock með morgunverði. 9.–13. október 1.–4. október Verð á mann í tvíbýli 114.900 kr. Kraká Fararstjóri: Óttar Guðmundsson Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Innifalið: Flug með sköttum, 4 nætur á Hotel Ibis Centrum með morgunverði, rútuferðir til og frá flugvelli. 15.–18. október Verð á mann í tvíbýli 79.900 kr. Berlín Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Hotel Park Inn í 3 nætur með morgunverði. 19.–22. nóvember Verð á mann í tvíbýli 79.900 kr. Dublin Innifalið: Flug með sköttum, gisting á Hotel Grafton Capital Hotel í 3 nætur með morgunverði. Haust hjá Express ferðum KJÖRKASSINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.