Fréttablaðið - 02.10.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 02.10.2010, Síða 2
2 2. október 2010 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Halli ríkissjóðs verður 36 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Útgjöld nema 514 milljörðum en tekjur 477 milljörðum. Með sértækum aðgerðum er 44 milljarða upp- söfnuðum halla mætt. Það er gert með 33 millj- arða niðurskurði og ellefu milljarða nýjum tekj- um. Nýr bankaskattur á að skila einum milljarði og aðrar skattahækkanir og breytingar á skattkerfinu afganginum. Tekjuskattur einstaklinga, virðisauka- skattur og tryggingagjald breytast ekki. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að fjárlög næsta árs séu hin eiginlegu hrunfjárlög. Vandanum sé að mestu mætt með sparnaði. „Þannig að ég held að goðsögnin um hina gríðarlegu skatt- píningu fari nú að heyra sögunni til,“ sagði hann. Niðurskurðurinn er mismikill eftir málaflokkum og stofnunum. Skerðingin nemur að jafnaði níu pró- sentum í almennri stjórnsýslu og fimm prósentum í velferðarþjónustu, framhaldsskólum og löggæslu. Að mati Steingríms getur efnahagslífið tekið að vaxa á ný eftir aðgerðir stjórnvalda á síðasta ári. - bþs - sh / sjá síðu 24 36 milljarða mínus en horfurnar góðar Uppsagnir ríkisstarfsmanna blasa við í nýju fjárlagafrumvarpi. Sparnaðarkröf- ur nema allt að 40 prósentum. Stjórnsýslan skorin niður um níu prósent. Fjár- málaráðherra segir fjárlög 2011 eiginleg hrunfjárlög en sér fram á bjartari tíð. FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ 2011 Fjármálaráðherra segir frum- varpið sýna að orðrómur um skattpíningu ríkisstjórnarinnar sé goðsögn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég geri ráð fyrir að þetta frumvarp eigi eftir að taka miklum breyting- um,“ segir Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaga- nefnd. „Stærsta athugasemdin er sú að efnahagslegar forsendur þess, varðandi hagvöxtinn sérstaklega, eru mjög veikar svo ekki sé meira sagt.“ Kristján segir að forsendurnar séu mestan part úr þjóðhagsspá frá því í júní, þar sem gert sé ráð fyrir því að stóriðjuframkvæmdir verði burðurinn í hagvextinum. „Það sjá það allir menn og vita hvernig statt er fyrir þeim verkum í dag,“ segir Kristján. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig niðurskurðurinn muni bitna á starfsmönnum í heilbrigð- is- og félagslega geiranum. Þar muni eflaust hundruð manns missa vinnuna. Þá virðist niðurskurðurinn koma harkalega niður á ýmsum byggðum landsins. - sh Veikar efnahagsforsendur KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Kjarasamningar opinberra starfs- manna eru lausir í lok nóvember en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra lýsti því yfir í gær að ekki stæði til að hækka laun þeirra. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, undrast þessi orð ráðherrans. „Ég þykist vita að það verði ekki sátt um að það verði ekki launa- hækkanir, ég tala nú ekki um á lægstu laun,“ segir hún. Nú séu samningaviðræður fram undan og þessi ummæli séu ekki gott veganesti inn í þær. „Það skýtur auðvitað skökku við þegar annar aðilinn er þegar búinn að ákveða það að niðurstaðan verði núll. Þá eru það sérkennilegar viðræður,“ segir hann. Elín segir niðurskurðarkröfuna í fjárlagafrumvarpinu vera áfall og félagar í BSRB séu mjög uggandi. Hún viti þó ekki við hversu mörgum uppsögnum megi búast. - sh Ekki sátt um launafrystingu ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglu á morði Hannes- ar Helgasonar mun brátt ljúka, og eru niðurstöður lífsýna sem send voru til rannsóknarstofu í Sví- þjóð farnar að berast til landsins. Eins og kunnugt er hefur Gunnar Rúnar Sigur- þórsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi undan- farnar vikur, játað að hafa myrt Hannes. Verknað- inn framdi hann á heimili Hannesar í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir vinnu lögreglu langt komna, en vill ekki segja til um hvenær búast megi við því að málið fari til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um ákæru. Friðrik vill ekki upplýsa hvað niðurstöður rann- sókna á lífsýnum hafi sýnt fram á, en enn eru ekki komnar niðurstöður úr öllum sýnum sem send voru utan. Lögregla bíður þess nú einnig að geðrannsókn yfir Gunnari Rúnari ljúki. Henni er ætlað að leiða í ljós hvort Gunnar sé sakhæfur. Þá liggja endan- legar niðurstöður krufningar ekki enn fyrir. Friðrik segir rannsókn á lífsýnum ekki hafa tekið lengri tíma en í öðrum málum. Hann sagðist í gær ekki geta sagt til um hvenær von sé á niður- stöðum svo hægt sé að ljúka rannsókn málsins. - bj Niðurstöður lífsýna tengdra morðinu á Hannesi Helgasyni farnar að berast: Styttist í að málið fari til saksóknara LEIT Kafarar leituðu morðvopnsins í Hafnarfjarðarhöfn fyrr í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands lagði áherslu á samstöðu og framtíð- artækifæri Íslands í ræðu sinni við setningu Alþingis í gær. Hann sagði mörg spennandi verkefni fram undan, þar á meðal tengd orkumálum, ferða- mannaiðnaði og mögulegum umsvifum sem fel- ast í opnun skipasiglinga um norðurskautið. Að sögn forseta á Ísland marga bandamenn á alþjóðavettvangi, meðal annarra Kína, Rússland og Evrópulönd, sem hafa sýnt mikinn áhuga á nánara samstarfi. Ólafur Ragnar sagði að staða Íslands væri ekki eins slæm og svartsýnustu spár hefðu gefið til kynna og nú væri lag að leggja grundvöll að endurreisn efnahagslífsins. Lykilatriði væri þó að forðast togstreitu og sundurþykkju og leggja áherslu á samstöðu. Stjórnmálaflokkar gætu lagt sitt af mörkum til að skapa samstöðu á erfiðum tímum, en þá yrði þjóðin líka að vera sátt við niðurstöðurn- ar. Á meðan á ræðu forseta stóð fóru fram mót- mæli á Austurvelli sem undirstrikuðu niðurlag ræðu hans, þar sem hann minnti á að „Íslend- ingum hefur jafnan farnast best þegar vilji þjóðar og þings hefur fallið í sama jarðveg.“ - þj Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir mikil tækifæri í framtíð Íslands þrátt fyrir slæma stöðu: Vill samræma vilja þings og þjóðarinnar SETNING ALÞINGIS Í setningarræðu sinni hvatti forseti til samstöðu og minnti á framtíðartækifæri Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt situr í gæsluvarðhaldi grunaður um hrottafengna árás á fyrrver- andi unnustu sína í Hveragerði á mánudagsmorgun. Í gæsluvarð- haldsúrskurði segir að árásin kunni að flokkast sem tilraun til manndráps. Lögreglu var tilkynnt um árás- ina árla mánudagsmorguns. Þegar hún kom á vettvang blæddi mjög úr höfði konunnar og blóð var um allt í herbergi hennar, á gólfi, í rúmi og upp um veggi. Hún þorði ekki að tjá sig af ótta við hefndaraðgerðir. Meintur gerandi var handtek- inn skömmu síðar og í bíl hans fannst blóðugt hnúajárn og blóð- ugir vettlingar. Hann neitar sök en var engu að síður úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags. - sh Grunaður hrotti í varðhaldi: Blóðugt hnúa- járn í bílnum SAMKEPPNISMÁL Þrjú kjötvinnslu- fyrirtæki hafa gert sátt við Sam- keppniseftirlitið og munu aðstoða eftirlitið við rannsókn á sam- keppnishömlum á kjötmarkaði. Fyrirtækin þrjú, Sláturfélag Suðurlands, Reykjagarður og Kaupfélag Skagfirðinga, hafa samþykkt að greiða samtals 85 milljónir króna í sektir. Fyrirtækin leggja áherslu á að þau hafi ekki ætlað sér að raska samkeppni. Málið snýst um forverðmerktar kjötvörur og afslætti í verslunum Bón- uss. Þáttur annarra fyrirtækja; Kjarnafæðis, Norðlenska, Kjöt- bankans, Síldar og fisks og Mat- fugls, eru enn til rannsóknar. - bj Sátt vegna samkeppnisbrota: Kjötvinnslur greiða sekt Sigurður, færðu að taka bart- ana hans Ragnars Reykáss með frá RÚV eða þarftu að safna? Við getum sagt að söfnun standi yfir. Sigurður Sigurjónsson og félagar hans í Spaugstofunni hafa þurft að endurnýja mikið af búningum við flutninginn yfir á Stöð 2. DANMÖRK Danski íhaldsflokkur- inn vill undir engum kringum- stæðum mynda ríkisstjórn með Danska þjóðar- flokknum. Lene Esper- sen, leiðtogi íhaldsmanna, lýsti þessu yfir í viðtali við Jyllandspos- ten í gær. Hún sagði að mál- efnaágreining- ur flokkanna um Evrópumál, skattamál, rík- isumsvif og umbætur í opinbera lífeyriskerfinu væri of mikill til að þeir gætu starfað saman í rík- isstjórn. Danski Þjóðarflokkurinn er þjóðernissinnaður hægri flokkur sem hefur veitt minnihlutastjórn Íhaldsmanna og Venstre stuðn- ing án þess að eiga beina aðild að henni. - pg Ágreiningur í Danmörku: Íhaldsmenn úti- loka samstarf við Þjóðarflokk LENE ESPERSEN MÓTMÆLI Það er einsdæmi í sög- unni að friður sé rofinn við guðs- þjónustu, eins og gerðist við þing- setningu í gær, segir Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur. Alþingi var sett með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni í gær. Fjölmenn og hávær mót- mæli voru á Austurvelli á meðan og tvær rúður í kirkjunni voru brotnar. „Það hefur aldrei gerst í sög- unni að ráðist hafi verið að kirkju undir guðsþjónustu, hér á landi og mér er til efs að það hafi gerst í nágrannalöndunum heldur,” segir Hjálmar. Hann segir það fámennan hóp sem gangi svo langt að ráðast að kirkjunni. - jhh Rúðubrot við þingsetningu: Einsdæmi við guðsþjónustu HJÁLMAR JÓNSSON SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.