Fréttablaðið - 02.10.2010, Page 17

Fréttablaðið - 02.10.2010, Page 17
LAUGARDAGUR 2. október 2010 17 Nýtt Ísland á meðal annars að byggja á trausti. En fær almenningur að sjá að þeir sem fara með völdin og ráða för í þessu landi ætli að ávinna sér traust? Það sýnist mér ekki. Dómur Hæsta- réttar í gengismálinu svokallaða er dæmi um þetta. Dómurinn á að hafa fordæmisgildi fyrir húsnæðis- lán í erlendri mynt en á því eru nokkrir gallar og þ.á.m. að þeir sem tóku húsnæðislán í erlendri mynt sömdu aldrei um þessi kjör sem Hæstiréttur hefur nú kveðið á um. Langflestir sem tóku þessi lán voru einmitt að forðast svona vaxtakjör og gerðu því skriflegt samkomulag við sína fjármála- stofnun, þ.e. sömdu um allt annað. Með öðrum orðum, lántakar treystu því að með því að gera sérstakan samning myndu þeir tryggja hagsmuni sína með ákveðn- um hætti og lögðu þar með traust sitt á að samningar myndu standa. En hvað gerist? Á sama tíma og fjármálastofnanir hvetja fólk til að taka lán í erlendri mynt taka þær vísvitandi stöðu gegn krónunni og gegna þar með lykilhlutverki í falli hennar. Þarna brugðust þessi fyrir- tæki trausti viðskiptavina sinna og brutu gróflega á þeim. En allt í lagi, fólkið gerði samning við þessi fyrirtæki og þeir hljóta að standa? Eða hvað? Greinilega ekki. Almenningur með þessi láni treysti á stjórnvöld og dómstóla að gæta hagsmuna þeirra og leysa málin með farsælum og sanngjörn- um hætti en það virðist ekki vera á stefnuskránni. Eina manneskjan sem virðist tengd við raunveruleik- ann í núverandi stjórnarflokkum og sem berst af alvöru fyrir hagsmun- um skuldara er Lilja Mósesdóttir og mættu aðrir stjórnarliðar taka sér hana til fyrirmyndar. Stjórn- völd hafa lítið gert fyrir skuldara annað en finna leiðir til að fram- lengja vandanum og útbúa lausnir sem snúast um að fólk samþykki að binda sig í ævilanga skulda ánauð. Það vefst ekki fyrir neinum að það eru fyrst og fremst bankarnir sem hagnast á aðgerðum og hug- myndum ríkisstjórnar og hags- munir þeirra eru því settir hærra hagsmunum almennings. Nú eiga viðskiptabankarnir þrír 700 fast- eignir skv. Fréttablaðinu hinn 20. september. Hvað verða þær marg- ar þegar fram líða stundir? Og nú rær Hæstiréttur á sömu mið. Hvers vegna staðfesta ekki stjórnvöld og dómstólar að samn- ingar skuli standa? Hvaða skilaboð eru þessir aðilar að senda frá sér? Getur fólk treyst því að samning- ar sem það gerir í framtíðinni við stofnanir og fyrirtæki standi? Af hverju ætti fólk að treysta því? Það er ótrúlegt að horfa upp á þá aðila sem bera ábyrgð á því að reisa við land og þjóð vinna málin með þess- um hætti. Þessir aðilar eru að skrá- setja sorglegar línur á spjöld sög- unnar. En eitt er víst, við getum ekki treyst þeim samningum sem við gerum, jafnvel þó að þeir samn- ingar snerti eina mikilvægustu fjárfestingu sem fólk leggur í, þ.e. húsnæðiskaup. Ég kenni samninga- tækni og ég sé núna að ég þarf að breyta innihaldi kennslunnar því leikreglur hafa augljóslega breyst. Þeir sem byggja upp nýtt Ísland telja nefnilega að það þurfi ekki endilega að standa við samninga og það er í lagi að fórna þúsund- um heimila því „svona er bara lífs- ins gangur“ eins og einn ráðherr- ann orðaði það. Hver verða áhrifin á það sem við köllum traust? Hver verða áhrifin á framtíð okkar? En eitt er víst, við getum ekki treyst þeim samningum sem við gerum, jafn- vel þó að þeir samningar snerti eina mikilvægustu fjárfestingu sem fólk leggur í … islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Lækkaðu yfirdráttinnAð greiða niður yfirdráttinn með samningi við Íslandsbanka er einhver besti sparnaður sem völ er á því þú lækkar vaxtakostnaðinn svo um munar. Dæmi* Yfirdráttur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 360.000 kr. Mánaðarlækkun yfirdráttar . . . . . . 15.000 kr. Fjöldi mánaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Vaxtakostnaður lækkar vegna þess að yfir dráttur inn minnkar og vegna þess að vaxtaprósentan lækkar. Lægri vaxtaprósenta . . . . . . . . . . . . 12.188 kr. Lækkandi yfirdráttur. . . . . . . . . . . . 43.125 kr. Sparnaður á tímabili . . . . . . . . . . . 55.313 kr. Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi. * Í dæminu er miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 12,50% í 9,25%. Þegar þú greiðir niður yfirdráttinn þá lækkum við vextina hjá þér Nýtt Ísland = nýjar reglur í samninga- mennsku og heimilum fórnað? Gengislán Sigurður Ragnarsson háskólakennari AF NETINU Evrópska módelið Evrópska módelið er samfélag sem viðurkennir það í orði og verki að einstakl- ingarnir eru mismunandi, koma frá mismunandi stöðum, hafa mismunandi húðlit, hafa mismunandi trú eða enga, eru af mismunandi kyni, hafa mismunandi kynhneigð. Þetta er fjölmenningarsamfélag þar sem lög og reglur gilda jafnt fyrir alla. Gagnvart ríkinu allir jafnir. Aðgangur að bað- stöðum og diskótekum og annarri þjónustu jafn fyrir alla. Bannað að mismuna fólki. Þessi atriði ætti allt heiðvirt fólk að hafa í huga og ef við ætlum að reisa nýtt Ísland þá verður það vonandi á þessum grunni. Ekki á grunni einangr- unarhyggju, rasisma, misréttis og aulaskapar. blog.eyjan.is/baldurkr Baldur Kristjánsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.