Fréttablaðið - 02.10.2010, Side 30

Fréttablaðið - 02.10.2010, Side 30
30 2. október 2010 LAUGARDAGUR N ú eru liðnir þrír áratugir frá frum- sýningu fyrstu íslensku kvik- myndarinnar á hinu svokall- aða íslenska kvikmyndavori, en samfelld kvikmyndagerð hófst hér árið 1980. Af því tilefni leit- aði Fréttablaðið álits 800 þátt- takenda, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, á því hver sé besta íslenska kvikmynd- in. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 72,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. Eins og venja er vekur ýmislegt athygli í niðurstöðum könnunar- innar. Sódóma Reykjavík, fyrsta kvikmynd Óskars Jónassonar, er hlutskörpust með 12,3 prósent atkvæða en næsta mynd, Engl- ar alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson, hlýtur 9,8 prósent atkvæða. Elsta myndin í efstu tíu sætunum er Stuðmannamyndin Með allt á hreinu frá 1982, sem varð í þriðja sæti, en nýjasta myndin er Mamma Gógó í leik- stjórn Friðriks Þórs Friðriksson- ar, sem frumsýnd var á nýársdag á þessu ári. Friðrik Þór Friðriksson leik- stýrði flestum myndunum á topp tíu, alls fjórum talsins, Englum alheimsins, Börnum náttúrunnar, Djöflaeyjunni og Mömmu Gógó. Þá leikur Björn Jörundur Friðbjörns- son stór hlutverk í bæði Sódómu Reykjavík og Englum alheimsins, myndunum sem urðu í fyrsta og öðru sæti, svo fátt eitt sé nefnt. Karlkynið meira fyrir grínið Sé niðurstöðum könnunarinnar skipt eftir kyni kemur í ljós að karlmenn setja Sódómu Reykja- vík í efsta sæti með 16,1 prósent atkvæða og Með allt á hreinu í annað sætið með 11,5 prósent atkvæða, en grín og glens er fyrir- ferðarmikið í þessum myndum. Af öllu alvarlegra tagi eru þær mynd- ir sem kvenfólkið setur í efstu tvö sætin, Engla alheimsins með 10,6 prósent atkvæða og Börn náttúr- unnar með 9,6 prósent atkvæða. Mögulega er þessi munur á smekk kynjanna athugunarefni fyrir félags- og sálfræðinga, en ekki verður farið nánar út í þá sálma á þessum vettvangi. Sódóma best íslenskra mynda Flestum svarendum í skoðanakönnun Fréttablaðsins þykir Sódóma Reykjavík, fyrsta mynd Óskars Jónassonar frá 1992, bera af öðrum íslenskum kvikmyndum. Kjartan Guðmundsson leit á niðurstöðurnar og ræddi við Óskar um gerð bestu myndarinnar. ÁSTSÆL MYND Stefán Sturla Sigurjóns- son í hlutverki Brjánsa sýru í Sódómu. 1 2 3 1992 SÓDÓMA REYKJAVÍK LEIKSTJÓRN: ÓSKAR JÓNASSON 2000 ENGLAR ALHEIMSINS LEIKSTJÓRN: FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON 1982 MEÐ ALLT Á HREINU LEIKSTJÓRN: ÁGÚST GUÐMUNDSSON 1991 BÖRN NÁTTÚRUNNAR LEIKSTJÓRN: FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON 2006 MÝRIN LEIKSTJÓRN: BALTASAR KORMÁKUR 4 5 6 1986 STELLA Í ORLOFI LEIKSTJÓRN: ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.