Fréttablaðið - 02.10.2010, Side 42

Fréttablaðið - 02.10.2010, Side 42
6 FERÐALÖG Aukinn fjallgönguáhugi Íslend- inga hefur ekki farið fram hjá Jökli. „Eftir Hvannadalshnúk vilja margir setja markið hærra. Þá verður Mont Blanc oft fyrir val- inu því fjallið sameinar kosti þess að vera hátt, aðgengilegt og ekki of tæknilega erfitt. Ekki ósvipað Hvannadalshnúki fylgir því ekkert klifur heldur mestmegnis ganga og svolítið brölt á snjó og á ís,“ segir Jökull, sem í sumar fór margar ferðir með Íslendinga á Mont Blanc og önnur Alpafjöll, en hæstu tind- ar þeirra eru í Frakklandi, Sviss og Ítalíu. „Flestir falla kylliflatir eftir að hafa sigrað Mont Blanc og sækja í brattari fjöll. Því færist það nú í aukana að fólk leiti til mín að kom- ast á erfiðari tinda eins og Matter- horn í Sviss, sem er hörkuklifur á eitt formfegursta og mest myndaða fjall veraldar, en margir þekkja það af umbúðum Toblerone-súkk- ulaðisins. Þá fá margir Alpaklifr- arar dellu fyrir því að safna 4.000 metra tindum, en alls eru um átta- tíu slíkir í Ölpunum,“ segir Jök- ull og bætir við að sigurtilfinning ráði ríkjum þegar slíkum toppum sé náð, því öll fjallamennska snú- ist um að komast á tinda og njóta ferðarinnar. Rómantísk og fjandsamlegt Ferð með Jökli á tinda Alpafjalla hefst á súrefnisaðlögun vegna hæðarmismunar og þjálfun í ís- og klettaklifri. „Það fer enginn óvanur í fjall- göngu á Mont Blanc og flestir sem ætla þangað hafa lokið íslenska toppapakkanum og eru í mjög góðu formi en búa ekki yfir tækni- legri fjallamennsku. Því er byrjað á vikulöngu þjálfunarprógrammi svo hægt sé að komast á erfiðari fjöll. Sem leiðsögumaður fer ég fremstur í flokki og tryggi fólkið upp, en því betur sem það er þjálf- að, þeim mun hraðar og öruggar kemst það yfir, og þeim mun erf- iðari leiðir get ég farið með það,“ segir Jökull, sem hefur alltaf jafn mikla ánægju af fjallamennsku. „Fjallamennska er lífsstíll og forréttindi sem atvinna. Hún getur líka verið hrikalega erfið í brjál- uðu veðri og hættum, en er á sama tíma virkilega gefandi þegar vel gengur. Umhverfið er rómantískt og ævintýralegt, en afar fjandsam- legt og aðstæður allar hrikalegar. Því er hársbreidd milli þess að allt sé æðislegt eða allt svo skelfilegt, og fólk deyr unnvörpum í Ölpun- um þegar það kann ekki skil á þeim hættum sem ber að varast,“ segir Jökull og fer með sláandi staðreyndir. „Á Mont Blanc-svæðinu eru tvær þyrlur í fullu starfi við að bjarga fólki. Þær fara eins og lyftur upp og niður fjöllin dag hvern með slasaða, og þá deyja alltaf einhverjir í Ölp- unum á degi hverjum, en hafa ber í huga að tugþúsundir manna eru á öllu svæðinu. Flestir sem láta þar lífið eru á eigin vegum, með litla reynslu og þekkingu, fara of langt, týnast eða falla fram af klettum,“ segir Jökull og upplýsir um gamla hefð í Ölpunum. „Þar hafa allir rétt á að fara til fjalla á eigin vegum og ekkert er gert til að stoppa menn. Menn hafa því 100 prósent rétt á að mæta dauða sínum á eigin ábyrgð, en þessu er þveröfugt farið með ábyrgð fjallaleiðsögumanna. Þeirra starfi fylgir aldalöng hefð, það er lögverndað og gífurleg menntun að baki. Því gilda sömu viðurlög um að þykjast vera leiðsögumað- ur og læknir, og hámarks refsing er 50 þúsund evra sekt og þriggja ára fangelsi. Í Ölpunum starfar því sérstök fjallalögga sem sækir menn í þyrlum og sendir beint í steininn séu þeir að pósa sem fjallaleiðsögu- menn í skálum með kúnna, sem er auðvitað skiljanlegt þegar eitt skref til vinstri og eitt til hægri getur þýtt bráðan dauða,“ segir Jökull. Íslendingatúrar eftirsóttir Jökull segir staðreyndir sem þess- ar ekki eiga að letja fólk til fjalla- ferða í Ölpunum, en mikilvægt sé að fólk geri sér grein fyrir að fjallamennska sé ekki áhættulaus. Slys séu enda sjaldgæf og miklum mun ólíklegri í för með faglærð- um leiðsögumönnum, því áhættu- mat sé meðal stærstu þátta þeirra vinnu. „Í Ölpunum eru gerðar aðrar kröfur um fjölda gesta á hvern leiðsögumann og á Mont Blanc má bara vera með tvo í sinni línu. Þess vegna vinna með mér margir leið- sögumenn sem allir eru æstir í að komast í Íslendingatúra. Meðal fjallaleiðsögumanna Alpanna er alkunna að hægt sé að draga Íslendinga mun lengri og erfiðari leið en nokkra aðra þjóð. Sjálfur hef ég orðið var við þetta ytra, en svarið felst í því hversu Íslending- ar eru vanir að vera úti í vondum veðrum,“ segir Jökull og nefnir dæmi frá því í sumar. FRAMHALD AF FORSÍÐU MATTERHORN Norðurveggur Matterhorns er einn sex erfiðustu norðurveggja Alpanna. MINNA SÚREFNI Íslendingar í hæðaraðlögun og þjálfun fyrir göngu á Mont Blanc. FJALLAFEGURÐ SÓLARLAG Á Zinal Rodhorn sem er með fegurstu fjöllum Alpanna. FJALLAMENN Jökull með Halldóri Hafsteinssyni sem er einn þeirra sem sækir í brattari og erfið- ari fjöll Alpanna. ÁTÖK Íslenskir víkingar í þjálfun fyrir meiri átök. BREITHORN Íslendingur þverar Breithorn í Sviss. M YN DI R/ JÖ KU LL B ER GM AN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.