Fréttablaðið - 02.10.2010, Síða 46

Fréttablaðið - 02.10.2010, Síða 46
4 vín&veisla Stöðugt loftslag gerir Chile kjörið til vínræktunar Chile er 4.300 km á lengd og að meðaltali 175 kílómetrar á breidd. Af þeim sökum er loftslagið fjölbreytilegt en stöðugt. Í Chile er heimsins þurrasta eyðimörk, Atacama, í norðri, í miðju landsins er Miðjarðarhafsloftslag og þar býr stærstur hluti íbúa auk þess sem þar er landbúnaður stundaður. Í suðri rísa svo ísilögð fjöll við enda Andes-fjallgarðsins. Á sumrin sést varla ský á himni. Sólin vermir jarðveginn en á nótt- unni leggst kalt sjávarloft yfir. Af þeim sökum er landið kjörlendi til vínræktunar. F yrir meira en áratug lögðu bræðurnir José og Rafael Guilisasti upp með þá hugsjón að umbreyta hefðbundnu vín- gerðarhúsi í Chile í 100% lífrænt víngerðar- hús. Markmiðið var að búa til vín sem væru samkeppnishæf á heimsmælikvarða á sama tíma og borin væri virðing fyrir hringrás náttúrunnar. Nú, áratug síðar, hefur sú hug- sjón orðið að fjölbreyttu safni hágæðavína. Víngerðarhús bræðranna, Emiliana, framleiðir breitt úrval af lífrænt ræktuð- um og lífeflt ræktuðum (e. biodynamic) vínum með sterkan karakter. Öll starfsemi Emiliana snýst um framúrskarandi gæði. Þess er vandlega gætt með ströngum stöðl- um í framleiðslu og þeirri hugmyndafræði að leita samhljóms milli hámarksgæða og virðingar fyrir umhverfinu, en litið er á vín- garðinn sem lifandi uppsprettu. Það er gert með lífefldri, lífrænni og sjálfbærri rækt- un og með því að lágmarka notkun tilbúinna efna við ræktun vínviðarins. Á aðeins fjórum árum, frá 2005-2009, hefur sala lífrænt ræktaðra vína frá Emili- ana áttfaldast og dreifingin farið úr 25 í 50 lönd. Fyrirtækið heldur tryggð við starfs- fólk sitt, umhverfi og samfélag. Emiliana á 768 hektara af vínekrum, lífrænum og líf- efldum, vottuðum af IMO (Sviss) og Cemet- er (Þýskalandi). Eins á Emiliana 344 hekt- ara í vottunarferli eða samtals 1.112 hektara í Casablanca-dal, Maipo-dal, Cachapoal-dal, Colchagua-dal og Bio-Bio dal. Emiliana var fyrsta víngerðarhúsið í Chile til að öðlast ISO 14001 vottun fyrir umhverfisstjórnun ásamt því að fá vottunina ISM For Life, vott- un fyrir félagslega ábyrgð. Emiliana-vínin, fáanleg hér, eru Adobe- vínin, öll lífrænt ræktuð, og Emiliana-vínin, með Integrated Management vottun.” Víngarður Emiliana lifandi uppspretta Víngerðarhúsið Emiliana í Chile framleiðir breitt úrval af lífrænt ræktuðum og lífeflt ræktuðum vínum. Það var stofnað árið 1987 af Guilisasti-bræðrunum. HÁMARKS GÆÐI Notkun tilbúinna efna er í lágmarki við ræktun vínviðarins á vínekrum Emiliana. MYND/HAUGEN.IS LÍFRÆN RÆKTUN Litið er á víngarðinn sem lifandi uppsprettu og virðing borin fyrir umhverfinu. C H I L E 3 RAUÐVÍN | 1 HVÍTVÍN ADOBE MERLOT RESERVA Eins og Adobe Syrah, kemur Adobe Merlot frá Rapel Valley í Chile og er lífrænt ræktað. 20% af víninu er látið þroskast á franskri og amerískri eik í 6 mánuði. Vínið er dökkfjólurautt, rauð ber og plóma eru áberandi í nefi ásamt vanillu. Einstaklega mjúkt og þægilegt með miðlungs tannín. Það passar vel með lambakjötinu, svínakjöti, kálfi, grillmat og með ýmsum pottréttum. Verð 1.990 kr. ADOBE SYRAH RESERVA Vínið er lífrænt ræktað í Rapel Valley í Chile. 20% af víninu er látið þroskast á franskri og amerískri eik í 6 mánuði. Það er dimmfjólurautt og í nefi má finna kirsuber og þroskaðar plómur. Mikil fylling, kraftmikið og kryddað. Passar vel með nautasteikinni, lambinu og með villibráð. Verð 1.990 kr. ADOBE CABERNET SAUVIGNON RESERVA Í Central Valley í Chile eru kjör aðstæður til að rækta Cabernet Sauvignon og þaðan koma þrúgurnar sem eru lífrænt ræktaðar fyrir Adobe Cabernet Sauvignon. 20% af víninu er látið þroskast á franskri og amerískri eik í 6 mánuði. Það hefur djúpan rúbínrauðan lit og í nefi eru áberandi rauð ber eins og þroskuð jarðaber og brómber og smá vottur af vanillu. Þétt fylling og ferks sýra. Vínið passar vel með nautasteikinni, lambinu, villibráð og grillmat. Verð 1.990 kr. ADOBE CHARDONNAY RESERVA Þetta Chardonnay Reserva er lífrænt ræktað í Casablanca Valley í Chile. 90% af víninu er látið þroskast á stáltönkum en 10% er þroskað á amerískri og franskri eik í 5 mánuði. Vínið hefur tæran ljóssítrónugulan lit og í nefi má greina sítrus, lime og greip ásamt suðrænum ávöxtum eins og ananas og svo vott af eik. Vínið er létt ferskt og aðgengilegt og hentar vel eitt og sér, með fiski og með smáréttum eins og t.d. tapas. Verð 1.990 kr. LÍFRÆNT RÆKTAÐ LÍFRÆNT RÆKTAÐ LÍFRÆNT RÆKTAÐ LÍFRÆNT RÆKTAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.