Fréttablaðið - 02.10.2010, Side 48

Fréttablaðið - 02.10.2010, Side 48
 2. október 2010 LAUGARDAGUR2 Jólaþorpið í Hafnarfirði er löngu orðið sígilt. Undirbúningur er þegar hafinn og eru þeir sem hafa hug á þátttöku beðnir um að skrá sig á www.visithafnarfjordur.is „Ég þekki ekkert annað en að búa í Hafnarfirði en ég vann um sex ára skeið í Reykjavík og það var ótrúleg kjarabót að komast aftur í Fjörðinn því það kostar bæði tíma og peninga að keyra á milli. Nú hef ég vinnustofuna, hina vinnuna og heimilið í sama bæjarfélagi,“ segir Steindóra Bergþórsdóttir ánægju- leg og heldur áfram. „Hér fæ ég líka allt sem mig vanhagar um. Ég fer í Kringluna eða Smáralind einu sinni á ári – í mesta lagi.“ Steindóra er gler- listakona sem á tvær einkasýningar að baki og margar samsýning- ar. Hún rekur Gallerí Klett að Helluhrauni 16, ásamt tveimur öðrum. Eftir Mynd- lista- og handíðaskól- ann fór hún að kenna myndmennt í skólum og byrjaði þar að gera tilraunir með gler. „Ég varð alveg heilluð af glerinu og vil helst ekkert gera annað en vinna úr því,“ segir hún brosandi. Hún kveðst nota sér- stakt listgler sem sé þeirri nátt- úru gætt að litir í því gangi saman enda hafi þeir sama þenslustig. „Ég hef líka verið að búa til verk úr bræddu gleri og kopar,“ bætir hún við. „Það er spennandi.“ „Hin vinnan“ hjá Steindóru reynist vera launaútreikningur hjá hafnfirsku fyrirtæki, hönnun á auglýsing- um og hinu og þessu. Þar kemur listaeðlið að notum líka. Steindóra er gift Sæmundi Stefánssyni, kennara við Iðnskólann í Hafnarfirði, sem einnig er Gaflari í húð og hár. Þau hjón hafa vitað hvort af öðru síðan í grunnskóla, lentu í sama bekk í Flensborg, fóru bæði í Mennta- skólann í Reykja- vík og hafa fylgst að síðan. Búskap- inn byrjuðu þau í húsi við Krosseyrar- veg sem var sextíu fermetrar í allt, á tveimur hæðum. „Við þurftum eiginlega að fara út á tröppur til að skipta um skoðun,“ rifjar Steindóra upp hlæjandi. „En ég segi nú Sæmundi í gríni að hann sé ekki jafn ekta Hafnfirðingur og ég, því hann hafi fæðst á Landspítalanum. Ég var hins vegar barn númer 100 sem fæddist á Sólvangi. Þar var bæði elliheimili og fæðingardeild um tíma og það var ósköp krúttlegt. Dóttir okkar, Björg, kom í heim- inn þar 1975 en deildin var lögð niður fljótlega á eftir og síðan fæð- ast engin börn í Hafnarfirði nema í heimahúsum.“ gun@frettabladid.is Barn númer hundrað sem fæddist á Sólvangi Listakonan Steindóra Bergþórsdóttir er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og býr nú í jaðri Víðistaða- túns. Hún vinnur og verslar í heimabænum og krækti sér vitaskuld í hafnfirskan eiginmann. Konungurinn í skóginum er úr gleri og koparþynnum. Skál eftir Steindóru úr Bulls- eye-listgleri. „Ég varð alveg heilluð af glerinu og vil helst ekkert annað gera en vinna úr því,“ segir Steindóra, sem hér er við iðju sína í Gallerí Kletti. FRÉTTTABLAÐIÐ/ANTON Hinar vinsælu broste Copenhagen vörur eru komnar aftur ! Fást í næstu blóma – og gjafavöruverslun. Heildsöludreifing Danco. Full búð af flottum skóm kr. 13.995 kr. 13.995 kr. 15.995 kr. 16.995 kr. 18.995 Firði Hafnarfirði S: 555-4420 S K Ó H Ö L L I N HAFNARFJÖRÐUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.