Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2010, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 02.10.2010, Qupperneq 92
 2. október 2010 LAUGARDAGUR44 timamot@frettabladid.is HALLDÓR KRISTJÁNSSON Á KIRKJUBÓLI (1910-2000), blaðamaður og þýðandi, var fæddur þennan dag. „Sé hjarta þitt trútt og viljirðu vel er veröldin björt og fögur.“ „Mig langar að gera eitthvað fyrir þessar mögnuðu og hugrökku konur sem koma til okkar á Vog en hafa ekki efni á eftirmeðferð,“ segir María Lofts- dóttir, sjúkraliði hjá SÁÁ á Vogi. Hún heldur sölusýningu á 400 vatnslita- myndum í dag og á morgun frá 14 til 18 í Von, göngudeild SÁÁ að Efstaleiti 7 í Reykjavík. Sýningin nefnist Frá konu til kvenna því ágóðinn er eyrnamerkt- ur konum sem leita til Styrktarsjóðs SÁÁ. „Eitt af því sem breyttist þegar hrunið varð er að fólk þarf að borga fyrir eftirmeðferð vegna áfengissýki. Hún kostar 55 þúsund og sumir hafa ekki ráð á henni. Konur eru oft veik- ari en karlar og standa almennt verr, fá lægri laun en eru oft með börnin. Þær eiga því sérstakan stað í hjarta mér og mig langar að hjálpa þeim að endurheimta líf sitt og æru. Það bara skilar sér úti í þjóðfélaginu þegar þær fá heilsuna aftur, fara að vinna og geta hugsað um börnin sín.“ María á 40 ár að baki sem sjúkra- liði. Hún hefur starfað á Vogi í 18 ár og er meðal reyndustu starfsmanna þar. Í frístundum mundar hún svo penslana. „Ég er ekki myndlistarlærð en hef sótt nokkur námskeið á síðustu 20 árum og haldið eina sýningu áður. Hún hét Sjö landa sýning og var í Gerðubergi. Þá hafði ég farið með stórar blokkir út í heim og málað í hinum ýmsu löndum,“ upplýsir hún glaðlega. Hún kveðst ekki mála á hverjum degi, heldur í törnum þegar tími vinnist til og andinn komi yfir hana. Myndefnið er af ýmsum toga, landslag, blóm og fígúrur. „Ég fæ stöðugt nýjar hugmyndir,“ segir hún og bendir á síðuna www.maria- lofts.com Hver mynd á sýningunni í Von kostar 3.500 krónur og fyrstur kemur, fyrstur fær. María kveðst vona að sem flest- ir geti eignast mynd til að gleðja sig. Hugmyndina að sýningunni fékk hún úti í Kaupmannahöfn árið 2006. „Þar fór ég á góðgerðarsýningu og mynd- irnar héngu niður úr loftinu í snúru. Ég hugsaði: vá, svona væri gaman að gera einhvern tíma. Í október í fyrra tók ég mig til og fór að mála og ákvað strax að selja myndirnar eftir árið, til ágóða fyrir konur. Ég er með tramp- ólín sem ég hengi myndirnar utan á. Þegar þær seljast þá leysi ég þær úr viðjum, hverja af annarri. Þannig er áfengismeðferðin líka, hún leysir fólk úr viðjum.“ gun@frettabladid.is MARÍA LOFTSDÓTTIR: SELUR MÁLVERK TIL STYRKTAR KVENNAMEÐFERÐ SÁÁ Hjálpar fátækum konum að endurheimta líf sitt og æru GJAFMILDUR SJÚKRALIÐI María ætlar að halda sölusýningu í dag og á morgun frá 14 til 18 í Von, göngudeild SÁÁ að Efstaleiti 7 og gefa Styrktar- sjóði SÁÁ ágóðann óskiptan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gríðarlegt eldgos braust upp úr Vatnajökli í þriggja til fjögurra kílómetra langri sprungu austan Skaftárkatla, milli Bárðarbungu og Grímsvatna, þennan dag árið 1996. Eldtungur leiftruðu og gufubólstrar stigu upp í himinhvolfið. Mikill sigketill myndaðist í jöklinum, sem hlaut nafnið Gjálp. Kraftur gossins var mestur fyrstu fjóra dagana og á þeim tíma bræddi það um 0,5 km³ af ís á dag, svipað og jarðhitasvæðið í Grímsvötnum bræðir á tveimur árum. Gos- mökkurinn fór mest í níu kílómetra hæð fyrri hluta dags 3. október. Öskufalls gætti svo til alls staðar á jöklinum en lítið utan hans. Búist var við stóru hlaupi niður Skeiðar- ársand en það lét bíða eftir sér lengur en vænta mátti og voru vísindamenn á vaktinni nætur og daga. Meira en mánuður leið þar til hlaupið braust fram. Var það mikið að vöxtum og eyðilagði vegi og brýr. ÞETTA GERÐIST: 2. OKTÓBER 1996 Gjálp byrjar að gjósa Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. erf idr yk kjur G R A N D Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Rvk. Sími: 514 8000 www. grand.is erfidrykkjur@grand.is Verið velkomin Elskuleg sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Edda Lackey Edwardsdóttir fyrrum húsfreyja frá Neðri-Þverá, Deildarási 1, sem lést á Mörkinni 8 þriðjudaginn 28. september, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 8. október kl. 15.00. Jón Bjarnason Helga J. Unnsteinsdóttir Hólmar Unnarsson Kolbrún H. Unnsteinsdóttir Eggert Sigurðsson Björn Viðar Unnsteinsson Rúnar S. Unnsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þorgerðar Jónsdóttur frá Neðri-Svertingsstöðum, Miðfirði. Friðrik Jónsson Oddrún Sverrisdóttir Sævar Jónsson María Gunnarsdóttir Sólrún Jónsdóttir Ólafur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Valdimars L. Lúðvíkssonar, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns, Lerkihlíð 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba - meins deildar Landspítalans við Hringbraut fyrir frábæra umönnun og hlýju og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrir auðsýndan stuðning, virðingu og vinarhug. Guð blessi ykkur. Helga Hjördís Sveinsdóttir Sveinn Ingiberg Magnússon Katrín Þórdís Jacobsen Hulda Ósk Valdimarsdóttir Jens Kristian Fiig Edda Guðrún Valdimarsdóttir Gísli Björn Bergmann Margrét Pála Valdimarsdóttir Guðni Þorsteinn Guðjónsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Bente Jensen, lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu að Boðaþingi, Kópavogi, sunnudaginn 26. september. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 7. október kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Krabbameinsfélagsins. Ágúst Hálfdánsson Jakob Ágústsson Hálfdán Ágústsson Hrafnhildur Hannesdóttir Ýmir Hálfdánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.