Fréttablaðið - 02.10.2010, Side 98

Fréttablaðið - 02.10.2010, Side 98
50 2. október 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ÉG hef yndi af orðum. Þau hafa persónu- leika. Það er eins og sum orð beinlínis iði af lífi; „keikur“, „dillandi“, „kotroskinn“, á meðan önnur nánast lúta höfði í hljóðri auðmýkt; „náð“, „andvari“, „hógvær“. Sum orð eru þess eðlis að maður finnur næstum þeim ilminn og sér safann drjúpa af þeim; „þrunginn“, „höfgi“, „hrynjandi“. Og svo eru til orð sem eru jafnsafarík og þerri- pappír og með jafnspennandi persónuleika og rotnandi hræ. Þessi orð er einkum að finna í lagamáli og viðskiptum; „vaxta- álag“, „veðbókarvottorð“, „grunngjald“. FYRIR allmörgum árum hugðist ég í fyrsta sinn festa kaup á fasteign. Mitt fyrsta verk í því augnamiði var að fara á fund ráðgjafa í banka og fá hjá honum upplýsingar um ferlið sem slík kaup færu eftir. Ekki hafði blessaður ráðgjaf- inn talað lengi þegar mér varð lífsins ómögulegt að halda einbeiting- unni, ég sá hann hreyfa var- irnar og heyrði óminn af rödd hans en orðin urðu að formlausum klið og fyrir eyrum mér var eins og hljómaði salsatónlist úr fjarska. Það varð því ekk- ert úr kaupum í það sinnið. SÍÐAN hef ég að vísu tekið mig á. Þótt ég segi sjálfur frá þá tekst mér sífellt skár að kynna mér eitt og annað misleiðinlegt og setja mig inn í málefni sem ég hef engan áhuga á en neyðist til að vera þokkalega samræðuhæfur um. Að verulegu leyti má eflaust þakka þetta hruninu, en það virð- ist hafa orsakast af því að helstu hákarlar samfélagsins á sviði, sem mér var ekki aðeins lokuð bók heldur, hefði ég fengið að ráða, tætt, brennd og grafin bók, reyndust þegar til kastanna kom aðeins sandsíli með úttútnaða sjálfsmynd. ÖLL mín viðleitni til að ráða bót á athyglis- brestinum, sem gagntekur mig þegar ég heyri of mörg þurrpumpuleg, marflöt og sálarlaus orð í sömu setningunni, má sín þó lítils þegar umræður um aðild að Evr- ópusambandinu eru annars vegar. Þegar ég heyri helstu spekinga þjóðarinnar tjá sig um hana til eða frá lendi ég fyrr eða síðar í sömu stöðu og í bankanum forðum daga. Ég heyri óm orðanna sem óljósan undirleik við salsatónlist úr fjarska. ÉG neyðist því sennilega til að byggja afstöðu mína til aðildar, þegar þar að kemur, á öðru en raunmerkingu orðavað- alsins. Hvort er líklegra að hafi rétt fyrir sér um það sem varðar heill og hamingju lands og þjóðar, Jóhanna Sigurðardóttir eða Davíð Oddsson? Þeirri spurningu er, að mínu mati, auðsvarað. Orð ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. gljáhúð, 6. hvort, 8. árkvíslir, 9. segi upp, 11. frá, 12. massaeining, 14. krapi, 16. kúgun, 17. þrí, 18. við, 20. til, 21. drykkur. LÓÐRÉTT 1. klöpp, 3. í röð, 4. smíða óvandlega, 5. kóf, 7. ávöxtur, 10. frostskemmd, 13. gilding, 15. hinkra, 16. mæliein- ing, 19. fisk. LAUSN Ta Daa! Ég hef ákveðið að kalla hana Snákar í twister... LÁRÉTT: 2. lakk, 6. ef, 8. ála, 9. rek, 11. af, 12. gramm, 14. slabb, 16. ok, 17. trí, 18. hjá, 20. að, 21. malt. LÓÐRÉTT: 1. berg, 3. aá, 4. klambra, 5. kaf, 7. ferskja, 10. kal, 13. mat, 15. bíða, 16. ohm, 19. ál. Öðruvísi... talsvert öðruvísi. En ekki beint ljótt! Ég þoli það. Hvað varstu búinn að vera lengi með sömu klipping- una? Einhver kynni að segja að það hafi verið kominn tími á breytingar! Síðan 1995. Einhver vitleys- ingur, já! Fólk hræðist breytingar. Stundum er samt best að klippa sig bara og vera glaður eins og háhyrn- ingur! Jahá! Þú ert nú búinn að vera með sama lubb- ann lengur en síðan 1995! Hérna upp, já! Takk! Nú losna ég ekki við þessa mynd úr hausnum! Og þar með lýkur enn einum spenn- andi degi í samnýttu bílferðinni. Æ láttu ekki svona, þeir geta ekki verið svona þögulir! Hefnd ömmu.Almáttugur, hvað heitir þetta?NÝTT Og enn þá meira pirrandi! Nú fylgja FLAUTUR SÍRENUR BJÖLLUR SPRENG JUR!og raunverulegar ROKKTÓBER FEST 2010 Á SÓDÓMU 30.9 – 2.10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.