Fréttablaðið - 02.10.2010, Síða 106

Fréttablaðið - 02.10.2010, Síða 106
 2. október 2010 LAUGARDAGUR Eftirfylgd Þátttakendum er boðið upp á mánaðarlega fundi í Kópavogi, í þrjú skipti eftir námskeiðið. Styrkir V.R. ásamt fleiri stéttarfélögum, styrkir félags- menn til þátttöku á námskeiðinu ,,Ég hef farið á mörg sjálfstyrkingarnámskeið en þetta námskeið hefur tekið hvað best á því hvað maður sjálfur er mikilvægur í að skapa og hlúa að eigin vellíðan, bæði í einkalífi og í starfi” Lilja E Nánari upplýsingar og skráning á www.liljan.is, liljan@liljan.is eða í síma 8636669 Sjá námskeiðslýsingu á www.liljan.is Leiðbeinendur eru: Bergþóra Reynisdóttir geðhjúkrunar- fræðingur, MSc Katrínu Jónsdóttur svæða-og viðbragðs- fræðingur Helgarnámskeið fyrir konur að Fögruhlíð í Fljótshlíð þann 8. - 10. október, 2010 oasis Kringlu oasis Smáralind oasis Debenhams Haustsprengja í fullum gangi 50 – 70% afsláttur af völdum haustvörum Kauptu tvö stykki af eldri útsöluvörum og fáðu þriðja stykkið frítt* *þú færð ódýrustu flíkina fría, gildir ekki í Oasis Debenhams HAUSTSPRENGJA ane norman 40 af völdum vörum Höfum einnig lækkað verðið á nýju vetrarlínunni % Tónlist ★★★★ Innundir skinni Ólöf Arnalds Stíllinn taminn Ólöf Arnalds vakti verðskuldaða athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Við og við, sem kom út í ársbyrjun 2007. Hún hefur greinilega ákveðið að vera ekkert að flýta sér í næstu plötu, en nú þremur og hálfu ári seinna er hún komin. Á Innundir skinni eru níu lög eftir Ólöfu sem syngur og spilar á fjölda hljóðfæra, en auk hennar koma margir aðrir tón- listarmenn við sögu á plötunni, þ.á.m. Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson og söngvararnir Ragnar Kjartansson og Björk. Ólöf Arnalds hefur einn mikilvæg- an kost til að bera. Hún er búin að skapa sér sinn eigin stíl. Það er ekki jafn algengt og maður gæti haldið nú á dögum. Stíllinn hennar Ólafar, sem m.a. einkennist af sérstökum söng, var kominn á fyrstu plötunni, en á þeirri nýju heldur hún áfram að þróa hann. Tónlistin á Við og við var frekar lágstemmd. Það á líka við um Innundir skinni, en nú eru útsetningarnar fjölbreyttari og úthugsaðri og hljómurinn er miklu betri. Við og við hljómar hrá við hliðina á nýju plötunni. Annar kostur við Ólöfu eru textarnir hennar sem eru bæði á íslensku og ensku. Þeir eru margir persónulegir, en ná samt eitthvað svo vel til manns. Vináttan er Ólöfu hugleikin, titillagið Innundir skinni fjallar um líf sem kviknar og vex og Crazy Car sem Ólöf semur og syngur með Ragnari Kjartanssyni er skemmtilega þversagnakenndur og skrítinn texti við frábært lag. Lagasmíðarnar eru melódískar og sumar mjög grípandi. Útsetningarnar eru fjölbreyttar eins og áður segir og fjölmörg hljóðfæri fá að hljóma. Platan er samt aldrei ofhlaðin. Það er einhver „minna er meira“ stemning á henni sem á við um útsetningarnar og reyndar líka lengd plötunnar sem er ekki nema rúmur hálftími. Lagið Surrender sem Ólöf syngur með Björk er svo alveg sér á báti. Það er seinteknara en hin lögin, en nær að heilla mann eftir nokkur skipti. Á heildina litið er þetta fín plata hjá Ólöfu. Alvöru plata frá alvöru listamanni. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Ólög Arnalds heldur áfram að fullkomna stílinn sinn á fínni plötu. Daniel Radcliffe segir að hann geti loksins prófað aðra hluti sem leik- ari eftir að ævintýrinu um Harry Potter lýkur. Fyrri hluti kvik- myndarinnar Harry Potter and the Deathly Hallows verður frum- sýndur í nóvember og sá síðari á næsta ári. Þar með lýkur Harry Potter-kvikmyndaröðinni. Radcliff segir að leikur sinn í uppfærslunni á Equus árið 2007 hafi verið liður í undirbúningi fyrir önnur hlut- verk en Harry Potter. „Við viss- um að það væri mikilvægt að slíta að hluta til tengslin við Potter á meðan myndirnar væru enn sýnd- ar í staðinn fyrir að gera það að þeim loknum,“ sagði Radcliffe. Líf eftir Harry Potter DANIEL RADCLIFFE Leikarinn hlakkar til að prófa aðra hluti eftir að Harry Potter- ævintýrinu lýkur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.