Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2010, Qupperneq 112

Fréttablaðið - 02.10.2010, Qupperneq 112
 2. október 2010 LAUGARDAGUR64 sport@frettabladid.is HANDBOLTI Það er skammt stórra högga á milli hjá Íslandsmeistur- um Hauka. Þeir hófu leik á Íslands- mótinu í vikunni og eiga nú leiki í Evrópukeppni félagsliða um helg- ina. Haukar taka þá á móti ítalska liðinu Conversano í tveimur leikj- um í dag og á morgun en Haukarn- ir keyptu útileikinn hingað heim þar sem það var hagstæðara. Haukarnir þekkja Conversano ágætlega eftir að hafa mætt liðinu þrívegis á síðustu árum. „Það hefur ekkert gengið allt of vel að afla sér upplýsinga um liðið en við eigum einhverjar myndir af þeim frá því í fyrra. Liðið hefur síðan breyst nokkuð en hversu mikið veit ég ekki nógu vel,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, en hann viðurkenndi að Haukarnir renndu nokkuð blint í sjóinn. „Þeir hafa áður mætt hingað með hörkulið þannig að ég býst ekki við neinu öðru en hörkuleikj- um. Við höfum metnað fyrir þess- ari keppni og ætlum okkur að kom- ast áfram. Hvort það er raunhæft verður að koma í ljós.“ Leikurinn í dag hefst klukkan 16.00 og á morgun klukkan 18.00. Miðaverð er 1.000 krónur en 1.500 ef fólk kaupir á báða leikina. - hbg Haukar hefja leik í Evrópukeppni félagsliða: Ætlum að komast áfram Í ELDLÍNUNNI Haukarnir spila tvo Evrópuleiki um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Það verður mikil gleði ef íslenska U-21 árs liðið kemst á EM en að sama skapi verður það mar- tröð fyrir mótastjóra KSÍ, Birki Sveinsson. Lokamót EM mun fara fram í júní á næsta ári og miðað við að liðið þarf líka að undirbúa sig er nánast allur júnímánuður í hættu. Þau lið sem eiga fulltrúa í liðinu munu væntanlega ekki spila neitt á meðan og þá er spurning hvort það gangi að láta önnur lið spila á sama tíma. Þetta gæti því orðið ansi mikill hausverkur fyrir Birki, sem mun eflaust brjóta heilann lengi og vel um hvernig hægt sé að leysa málið á sem bestan hátt. „Ég er ekki farinn að hugsa of mikið um þetta. Ég ætla að leyfa þessum leikjum gegn Skotum að klárast áður en ég helli mér í þetta. Því er samt ekki að neita að þetta verður snúið þar sem allur júní- mánuður er í hættu,“ sagði Birkir stuttur í spuna. Það er ljóst að einhvern tímann verður að spila þessa leiki og svo gæti hreinlega farið að mótið byrj- aði í apríl. Þá eru tæplega neinir grasvellir tilbúnir og þá stendur eftir gervigras og knattspyrnu- hallir. Það eru aðeins Kórinn og Egilshöll sem taka við einhverj- um fjölda af áhorfendum og því yrði afar sérstakt ef heil umferð færi fram í þessum húsum yfir eina helgi. Hvað svo sem verður er ljóst að Birkir verður ekki öfundsverður af hlutverki sínu, fari svo að íslenska U-21 árs liðið komist á EM. - hbg Íslandsmótið verður væntanlega með breyttu sniði fari U-21 árs liðið á EM: Pepsi-deildin gæti byrjað í apríl STYTTRA UNDIRBÚNINGSTÍMABIL? Íslandsmeistarar Breiðabliks gætu verið mættir á völlinn fyrr en búist var við. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ísland mætir Portúgal í undankeppni EM 2012 hinn 12. október næstkomandi. Eins og kom í ljós fyrr í vikunni ákvað stjórn Knattspyrnusamband Íslands að U-21 landsliðið, sem leikur við Skota um svipað leyti, fengi forgang á leikmenn. Þegar Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðsins, til- kynnti leikmannahópinn sem mætir Skotum í næstu viku valdi hann sjö leikmenn sem voru í síð- asta leikmannahópi Ólafs Jóhann- essonar A-landsliðsþjálfara. Fimm af þessum sjö leikmönn- um eru miðvallarleikmenn og er því ljóst að hausverkur Ólafs snýst nú fyrst og fremst um að manna miðju íslenska liðsins. Á þeim þremur árum sem Ólaf- ur hefur verið landsliðsþjálfari hefur hann stýrt liðinu í 31 leik og notað 77 leikmenn. Fréttablaðið nefnir nú fimmtán leikmenn sem ekki voru í landsliðshópnum gegn Noregi og Danmörku en gætu allir nýst Ólafi nú. Allir eiga það sam- eiginlegt að hafa spilað landsleik undir stjórn Ólafs og það oftar en einu sinni. Reyndar eiga þessir leikmenn samtals 97 landsleiki að baki og er hér aðeins átt við þann tíma sem Ólafur hefur verið landsliðsþjálf- ari, síðan í nóvember árið 2007. Meðalfjöldi mínútna þessara leik- manna er 360 mínútur. Um er því að ræða reyndan hóp leikmanna sem allflestir þekkja það vel að spila undir stjórn Ólafs. Hafa verður þó í huga að Ólafur fær nú ekki að velja sitt sterkasta lið að eigin mati. Allir sjö leik- mennirnir sem Eyjólfur valdi í sinn hóp nú komu við sögu í síðasta leik A-landsliðsins, gegn Dönum á Parken. Þar af voru fimm í byrj- unarliðinu. En Ólafur hefur í sinni landsliðs- þjálfaratíð lagt ríka áherslu á að velja fjölbreyttan hóp leikmanna enda hefur liðið spilað fjölmarga vináttulandsleiki sem ýmist voru á opinberum landsliðsdögum og óopinberum. Eftir stendur stór hópur leikmanna sem hefur feng- ið að kynnast því hvernig það er að klæðast landsliðstreyjunni og spila samkvæmt leikstíl Ólafs. Þeirra sem Ólafur velur til að spila við Portúgal í næstu viku bíður gríðarlega erfitt verkefni, enda andstæðingurinn eitt sterk- asta landslið heims með stórstjörn- ur á borð við Cristiano Ronaldo og Nani innanborðs. eirikur@frettabladid.is 15 leikmenn fyrir Ólaf Ólafi Jóhannessyni hafa verið settar skorður fyrir leikmannaval A-landsliðs karla. Hann nýtur þess þó nú að hafa valið fjölbreyttan hóp leikmanna á sínum þremur árum sem landsliðsþjálfari sem gætu aftur komið inn í landsliðið. HÖFUÐVERKUR Ólafur Jóhannesson, A- landsliðsþjálfari karla þarf að fylla upp í stórt skarð sem 21 árs landsliðsstrák- arnir skildu eftir sig í A-landsliðinu þegar ljóst var að KSÍ setti 21 árs landsliðið í forgang. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikmannalistinn Nafn: leikir/mínútur* Baldur Sigurðsson 3/59 Bjarni Guðjónsson 6/459 Davíð Þór Viðarsson 7/288 Emil Hallfreðsson 17/1363 Eyjólfur Héðinsson 4/197 Garðar Jóhannsson 6/236 Hallgrímur Jónasson 1/17 Helgi Valur Daníelsson 9/566 Jónas Guðni Sævarsson 7/407 Kári Árnason 1/90 Matthías Vilhjálmsson 5/211 Óskar Örn Hauksson 2/70 Pálmi Rafn Pálmason 18/888 Steinþór Freyr Þorsteinsson 4/260 Theódór Elmar Bjarnason 7/287 * í landsleikjum undir stjórn Ólafs Fjarverandi leikmenn Þeir leikmenn sem tóku þátt í leikn- um gegn Dönum á Parken en verða fjarverandi gegn Portúgal vegna U-21 landsliðsins: Í byrjunarliðinu: Leikir/mínútur* Aron Einar Gunnarsson 20/1393 Rúrik Gíslason 9/639 Eggert Gunnþór Jónsson 7/383 Gylfi Þór Sigurðsson 3/240 Jóhann Berg Guðmundsson 8/555 Varamenn: Birkir Bjarnason 3/105 Kolbeinn Sigþórssson 4/205 * í landsleikjum undir stjórn Ólafs NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. ÚRV.D. ÚRV.D. 1. D. Tottenham - Aston Villa Birmingham - Everton Stoke - Blackburn Sunderland - Man. Utd. W.B.A. - Bolton West Ham - Fulham Helsingborg - GAIS Ipswich - Leeds Barnsley - Cardiff Crystal Palace - Q.P.R. Doncaster - Nott. Forest Millwall - Burnley Sheffi eld Utd. - Watford 76.000.000 28.500.000 22.800.000 47.500.000 ENSKI BOLTINN 2. OKTÓBER 2010 39. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 í dag. SÖLU LÝKUR 2. OKT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS MEISTARAKEPPNIN Í KÖRFUBOLTANUM fer fram á sunnudaginn í Stykkishólmi. Íslandsmeistarar KR og bikarmeist- arar Hauka mætast klukkan 17.00 hjá konunum en Íslands- og bikarmeistarar Snæfells spila strax á eftir við Grindavík. KKÍ hefur frá árinu 1995 látið allan ágóða af þessum árlega leik renna til góðgerðarmála og í ár rennur ágóðinn til Fjölskylduhjálpar Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.