Fréttablaðið - 09.10.2010, Síða 40

Fréttablaðið - 09.10.2010, Síða 40
4 fjölskyldan matur hollt og gott í litla maga ... NÆRING BARNA Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, lydheilsustod.is, geta leikskóla- kennarar, dagforeldrar og aðrir nálgast upplýsingar um næringu barna í sérstökum bæklingi. Hann geymir meðal annars töflu sem sýnir hvaða fæðutegundir henta barninu á hverju aldursskeiði. „Ég held að foreldrar geri sér ekki grein fyrir hvað börn hafa gaman af að elda, en ég hef eldað með mínum börnum frá því þau komust á legg og þau orðin mikil matargöt með ansi þróaðan mat- arsmekk. Ég hef aldrei þurft að segja þeim að eldavélin sé heit eða hnífarnir hættulegir, því þau passa sig á þessu sjálf með því að vera þátttakendur í eldamennsk- unni frá upphafi og læra eðlilega umgengni í eldhúsi,“ segir Sigurð- ur Gíslason matreiðslumeistari í Veitingaturninum, en hann bjó til freistandi barnauppskriftir Stóru Disney-matreiðslubókarinnar sem út kom á dögunum á vegum Eddu, ásamt eiginkonu sinni Berglindi Sigmarsdóttur og matreiðslumeist- urunum Stefáni Inga Svanssyni og Óskari Finnssyni. „Í þrjá mánuði upphugsuðum við réttu uppskriftirnar, prófuð- um þær sjálf og létum krakkana gera þær, en mest áskorun fólst í því að gera hlutina einfalda því bókin er fyrst og fremst hugs- uð fyrir krakka. Þá vildum við gera bókina að eins konar stóra bróður gömlu Disney-matreiðslu- bókarinnar því margt nýtt hrá- efni hefur orðið sjálfsagt á borð- um Íslendinga síðan hún kom út, eins og til dæmis parmesanostur. Að öðru leyti er bókin ný og fersk, með lifandi ljósmyndum og fjöl- breyttum uppskriftum sem hæfa öllum tilefnum,“ segir Sigurð- ur sem notaði sínar fínustu veit- ingahúsauppskriftir ásamt heim- ilisuppskriftum frúarinnar sem grunn í barnauppskriftir bókar- innar sem allar eru merktar með erfiðleikastuðlum frá 1 til 3, eftir því hvort aðstoð foreldra þurfi með Börn matreiða með hjálp Mikka músar Nýja Stóra Disney-matreiðslubókin hefur hitt íslensk börn í hjartastað og á það sannar- lega skilið. Þar er vandlega hugsað fyrir ljúffengum krásum fyrir öll hugsanleg tilefni í lífi barna og þeim leyft að spreyta sig sjálf heima í eldhúsi. DÝRMÆTAR STUNDIR Sigurður Gíslason matreiðslumeistari með sonum sínum Antoni Frey tveggja ára og Sigmari Snæ tíu ára í indælum smákökubakstri heima. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frá og með morgundeginum verður veitingastaðurinn Nítjánda í Turninum opnaður sem kvöldverðarstaður, en hingað til hefur hann verið þekktur sem hádegisverðarstaður með rómuðu brönshlaðborði um helgar. „Okkur fannst vanta valkost á móti þeim að fara með krakkana út að borða á skyndibitastað og gefa þeim djúpsteikta nagga og franskar. Allar fjölskyldur eiga að geta upplifað að fara saman huggulega út að borða, við dúkuð borð og kertaljós, en á sama verði og á skyndibitastöðum. Á kvöldin, sem og áfram í hádeginu, bjóðum við nú flotta, holla og einfalda barnarétti úr Disney- bókinni, en verðum líka með fullorðinsrétti eins og indverskt tandoori og fleira freistandi í góðum fíling. Hér geta svo börnin brugðið á leik og skemmt sér konunglega í risastóru Disney-herbergi meðan foreldrarnir njóta útsýnis og rómantíkur yfir borðum,“ segir Sigurður Gíslason, matreiðslumeistari á Nítjándu. Út að borða með Disney á Nítjándu 225 g púðursykur 125 g smjör (mjúkt eða við stofuhita) 2 egg 190 g hveiti 1/2 tsk. salt sléttfull teskeið matarsódi 2 tsk. vanilludropar 500 g súkkulaði, saxað Áhöld Bökunarplata, hrærivél, hnífur Aðferð Öllu blandað saman í skál og hnoðað. Gott að setja skál í frysti í 10-15 mín. og svo hnoða í rúllu. Skerið deigrúllu í 1 cm þykkar sneiðar. Leggið á plötu og bakið við 180°C í 10 mínútur. Súkkulaðibitakökur Dásamlegar súkkulaðibitakökur sem gott er að maula með ísköldu mjólkurglasi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AUKIN ÞEKKING - NÝ TÆKIFÆRI og þeim tíma sem tekur að matbúa, en einnig er sýnt hvernig þrífa á hendur, ganga vel um eldhúsið, gæta sín á hættum og fleira. „Að elda í samvinnu við börn er rosalega skemmtileg stund og þá borða börnin líka frekar það sem á boðstólum er. Ég ræddi við kokk- inn í skóla sonar míns sem hafði þá verið með pasta í tómatsósu í mat- inn. Þá hafði Sigmar Snær labbað til kokksins og spurt hvort mögu- legt væri að fá parmesan eða Mald- on-salt út á. Auðvitað eiga börn að kunna þetta og því miður gleymist þessi umræða svolítið. Því það er börnum góður skóli að vinna hrá- efnið frá grunni og skiptir miklu að upplifa þá ánægju að gera hlut- ina sjálf, svo þau verði ekki að unglingum sem lifa á pitsum og hamborgurum þegar þau flytja að heiman. Ef við leyfum þeim sjálf- um að sjóða pasta og gera góða sósu bæta þau fleiru í flóruna sem þau borða og kynnast fjölbreytt- ari matargerð,“ segir Sigurður sem sjálfur fékk að hjálpa móður sinni í eldhúsinu sem barn, en fékk ekki matreiðslubakteríuna fyrr en hann fór með pabba sínum til sjós og fékk ekki annað pláss en kokks- ins, en þá þurfti hann að hringja í mömmu til að geta soðið kartöflur handa áhöfninni. „Ég er ánægðastur með hversu ferskur maturinn er í bókinni en vinsælasta uppskriftin á mínu heimili er þessi af súkkulaðibita- smákökunum sem við bökum bara á jólum, en einnig nostalgískar brauðtertur fyrir okkur foreldr- ana og græna kakan í afmælisupp- skriftunum.“ - þlg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.