Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 14
8
MORGUNN
harla skiftar um margt, eins og gengur og gerist. Þær eru
einnig skiftar um það, hvort hlusta eigi eftir nýjum
boðskap frá Sólarlandinu, eða ekki.
Sumir segja: Ykkur misheyrist. Það koma engin boð
frá Sólarlandinu. Hér er að eins um að ræða aulalegar
blekkingar, og stundum vísvitandi svik. En sé þeim þá
sjálfum boðið að hlusta, þá vilja þeir það ekki. Þessir
menn eru óvitrir, þeir dæma án þess að þekkja og meira
að segja án þess að vilja kynnast því, sem þeir dæma
um.
Aðrir segja: Það er ekki leyfilegt að hlusta á raddir
frá Sólarlandinu. Með því er verið að sækjast eftir þekk-
ingu á þeim hlutum, sem aldrei hefir verið ætlast til, að
þjóðin í Þokulandi ætti að fá að vita. Þessu er svarað
með nýrri spurningu. Var þá hann, sem kom af Sólar-
landinu, og sýndi sig vinum sinum hvað eftir annað, og
bað þá að þreifa á sér til þess að sannfæra þá enn betur,
var hann þá að aðhafast eitthvað óleyfilegt og bannað,
þegar hann gaf þeim reynsluþekkinguna á því, að kitinn
lifir? Ef það er satt, að hann kom frá Sólarlandinu, hafi
sagt við einn efagjarnan lærisvein: »Kom hingað með fingur
þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og
legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður heldur trúaður«,
hvernig ætti það þá að vera bannað að leita sannana af
Sólarlandinu?
Loks heyrast þær raddir, sem segja, að það sé óþarft
að leita sannana af Sólarlandinu, vegna þess, að menn
að réttu lagi eigi fyllilega að trúa því og treysta, að það
land sé til. Hann, sem kom utan úr þokunni miklu, hafi
fært oss nægilega heim sanninn um það í eitt skifti fyrir
öll. Það er að vísu mikið og dýrlegt að geta sannað
það, að Sólarlandið sé raunverulega til, og að þar lifi þeir
vinir, sem hverfa sýn inn í þokuna. Hitt er þó meira og
miklu erfiðara að sannfœra þá, sem í Þokulandinu búa,
um þessa hluti, sannfæra þá svo, að Sólarlandið verði