Morgunn


Morgunn - 01.06.1938, Side 15

Morgunn - 01.06.1938, Side 15
MORGUNN 9 þeim sá lifandi veruleiki, sem mótar líf þeirra, hugsun og breytni. Þegar hann, sem kom, hafði sýnt sig vinum sínum og leyft þeim að þreifa á sér, þá var hann með því raun- verulega búinn að sanna tilveru Sólarlandsins. En hversu fáir voru þá búnir að sannfærast! Jafnvel einn úr vina- hópnum, sem ekki hafði verið viðstaddur undrið, neitar undireins að taka sönnunina gilda. Var nú ekki óþarft að gefa þessum manni nýja sönnun? Átti hann ekki að trúa skilyrðislaust því, sem vinir hans sögðu honum um þá atburði, sem þeir voru nýbúnir að vera vottar að? Hann, sem kom af Sólarlandinu, taldi það þó ekki vera óþarfa. Hann gaf þessum efagjarna lærisvein nýja og sterka sönnun, og sagði við hann: »Vertu ekki vantrúaður, heldur trúaður«. En þér munið, að hann bætti jafnframt við þessum orðum: »Af því að þú hefir nú séð mig, hefir þú trúað, en sælir eru þeir, sem ekki sáu og trúðu þó.« Þessi orð eru sönn. Það er sælt að vera þannig gerður, að þurfa ekki að heyja hina þungbæru og oft örvænt- ingarfullu baráttu við efann — efann í eigin sál. Það er sælt að geta trúað og treyst fyllilega án þess að þurfa að þreifa á, eða að krefjast sannana. En það eru ekki nema tiltölulega fáir menn, sem þannig eru gerðir. Fjöldinn þráir, ekki að eins skynsamlegar líkur, heldur beinlínis áþreifanlegar sannanir til þess að geta tileinkað sér til fulls sannfæringuna um framhaldandi lif á Sólarlandinu. Og því ætti það að vera óþarfi nú, fremur en á dögum hins efagjarna Tómasar að gefa slíkum mönnum nýjar sannanir, ef það á annað borð er hægt? Þannig er nú rætt og ritað um þessi mál i Þokuland- inu. Og með hverju ári sem liður fæðast þar nýir menn, en aðrir hverfa i hina miklu þoku. Sumum verður á að spyrja: Til hvers lifir þjóðin i Þokulandinu? Til hvers er líf hennar, barátta hennar og strit, sigrar hennar og ósigrar? Til hvers eru allar þessar kynslóðir að fæðast, lifa og starfa um hverful augnablik, ef þær hverfa að lokum allar út í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.