Morgunn - 01.06.1938, Page 15
MORGUNN
9
þeim sá lifandi veruleiki, sem mótar líf þeirra, hugsun og
breytni.
Þegar hann, sem kom, hafði sýnt sig vinum sínum og
leyft þeim að þreifa á sér, þá var hann með því raun-
verulega búinn að sanna tilveru Sólarlandsins. En hversu
fáir voru þá búnir að sannfærast! Jafnvel einn úr vina-
hópnum, sem ekki hafði verið viðstaddur undrið, neitar
undireins að taka sönnunina gilda. Var nú ekki óþarft að
gefa þessum manni nýja sönnun? Átti hann ekki að trúa
skilyrðislaust því, sem vinir hans sögðu honum um þá
atburði, sem þeir voru nýbúnir að vera vottar að? Hann,
sem kom af Sólarlandinu, taldi það þó ekki vera óþarfa.
Hann gaf þessum efagjarna lærisvein nýja og sterka
sönnun, og sagði við hann: »Vertu ekki vantrúaður,
heldur trúaður«. En þér munið, að hann bætti jafnframt
við þessum orðum: »Af því að þú hefir nú séð mig, hefir
þú trúað, en sælir eru þeir, sem ekki sáu og trúðu þó.«
Þessi orð eru sönn. Það er sælt að vera þannig gerður,
að þurfa ekki að heyja hina þungbæru og oft örvænt-
ingarfullu baráttu við efann — efann í eigin sál. Það er
sælt að geta trúað og treyst fyllilega án þess að þurfa
að þreifa á, eða að krefjast sannana. En það eru ekki
nema tiltölulega fáir menn, sem þannig eru gerðir. Fjöldinn
þráir, ekki að eins skynsamlegar líkur, heldur beinlínis
áþreifanlegar sannanir til þess að geta tileinkað sér til
fulls sannfæringuna um framhaldandi lif á Sólarlandinu.
Og því ætti það að vera óþarfi nú, fremur en á dögum
hins efagjarna Tómasar að gefa slíkum mönnum nýjar
sannanir, ef það á annað borð er hægt?
Þannig er nú rætt og ritað um þessi mál i Þokuland-
inu. Og með hverju ári sem liður fæðast þar nýir menn,
en aðrir hverfa i hina miklu þoku. Sumum verður á að
spyrja: Til hvers lifir þjóðin i Þokulandinu? Til hvers er
líf hennar, barátta hennar og strit, sigrar hennar og ósigrar?
Til hvers eru allar þessar kynslóðir að fæðast, lifa og starfa
um hverful augnablik, ef þær hverfa að lokum allar út í