Morgunn - 01.06.1938, Page 22
16
MORGUNN
Það skiftir ekki máli, hvað þér nefnið þessi sannleiks-
atriði. Það gildir einu hvort þér kallið það stjórnmál, þjóð-
hagsmál, trúarbrögð eða heimspeki — það kemur í sama
stað niður. Það sem máli skiftir er, að þessi sannleiksat-
riði séu notuð til að frelsa heiminn frá öllu ranglæti hans
og láta þá, sem ekki hafa hlotið það, sem þeim ber, ná
þeirri arfleifð, sem þeir eiga rétt til.
Blessunin.
Áður en Silver Birch slepti miðlinum, sagði hann. Ég
kveð yður öll með blessun hins mikla anda. Þér hafið öðl-
ast þekkingu. Þér þekkið sumt af þeim sannleika, sem
opinberaður hefir verið á liðnum tima en hefir verið
gleymdur mörgum kynslóðum, og ég bið þess, að þessi
þekking örfi yður til að lifa lífi yðar í vaxandi þjónustu,
svo að þér, full af mætti og krafti andans megið verða
enn meiri verkfæri hins míkla anda og veita enn meiri
þjónustu börnum hans, sem bágt eiga. Hinn mikli andi
blessi yður öll og baði yður í ljósgeislum kærleika síns.
Síra Kristinn Danielsson, þýddi.
Þjónusta englanna.
XXI.
Eg held að það sé reynsla flestra manna, sem hugsa al-
varlega og langar til að hefjast upp á við, að þeir finni
stundum fullnægt að einhverju leyti innilegustu þrám sálna
sinna. Efasemdir og vandræði, sem þeir hafa lengi þurft
að berjast við, hverfa; örðugleikarnir eru ekki lengur þung-
bærir og eitthvað af þeim friði, sem yfirgengur allan skiln-
ing, kemur til þeirra. Þeir uppgötva það að án nokkurrar
baráttu, án nokkurrar fyrirhafnar, sem þeir vita af, hafa
þeir öðlast það, sem þeir hafa þráð svo heitt. í því and-
i