Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 28
22
MORGUNN
gjörðarsöngvar, en einu hljómarnir, sem heyrðust í þessum
skuggalega skógi, voru andvörp og vein, sem komu frá
þessum flokki vesalla manna.
Föt þeirra voru dökkleit, nærri því svört. Svo virtist,
sem þeir réðu ekki við það, yrðu að leita að einhverju,
sem þeir gátu ekki fundið. Athafnir þeirra mintu mig
nokkuð á atferli manns á jörðunni, sem skyndilega upp-
götvar það, að hann hefir týnt einhverju, sem hann hefir
miklar mætur á, og flýtir sér að fara að leita að því, en
hefir enga hugmynd um, hvar það muni vera. Þeir skund-
uðu fram og aftur á milli trjánna, Iitu með ákefð kringum
sig, hægðu á sér við og við, eins og einhver veik von
hefði vaknað hjá þeim um það, að þeir væru nærri því
er þeir voru að leita að, því að þá mundu hætta kvein-
stafir þeirra, grátur eða andvarpanir. En þetta var aldrei
nema fáein augnablik. Vonin, ef hún var nokkur, varð
nærri því tafarlaust að engu, og þeir byrjuðu aftur á sinni
árangurslausu, áhyggjufullu leit, og þá komu aftur óp
þeirra og örvæntingar látbragð.
Þó að það kæmi fyrir, að tveir eða þrír þeirra hittust,
þegar það vildi til að þeir leituðu í sömu áttina, þá varð
ég þess aldrei vör að þeir töluðu neitt saman. Sérhver
þeirra virtist svo sokkinn niður í umhugsun um sitt eigið
mótlæti, að hann gaf engan gaum að neinum öðrum.
Það er sagt, að huggun sé manni mönnum að á
jörðunni, en hér var ekki sjáanleg nein bending um slíka
huggun.
Mér fanst ég horfa lengi á þessa framliðnu menn, því
að ég var að brjóta heilann um, að hverju þeir væru allir
að leita. Þá varð ég þess vör að einn af þeim hafði komið
til mín og stóð nú við hliðina á mér. Ég sá á andliti hans,
að hann hafði verið miðaldra maður, þegar dauðinn tók
hann á jörðunni, og svo virtist sem hann hefði verið á-
gætum gáfum gæddur.
»Geturðu sagt mér«, mælti ég og sneri mér að honum,