Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 29
MORGUNN 23
»hvað það er, sem allir þessir menn eru að leita að af
svo mikilli ákefð?«
Hann leit á mig, eins og hann furðaði sig stórlega á
þvi að sjá mig þarna.
»Hvernig komst þú hingað?« spurði hann. Ég sagði
honum að ég hefði komið eftir ljósvegi.
»Ó, bjarti andi«, sagði hann, »þetta er það, sem við
erum að leita að — ljósið. Ljós, sem við getum aftur
fundið við tækifærin, sem við höfum týnt á jörðunni, til
þess að gera einhver nytsöm verk, til þess að gera gott,
til þess að elska. En framar öllu öðru erum við að leita,
altaf að leita, að hinum týnda friði hugarins og að hvíld,
en finnum þetta aldrei.
Ó, hjálpa þú okkur, bjarti andi, þvi að við erum i kvöl-
um. Víð erum stöðugt að keppa eftir einhverju, en fáum
aldrei neinu framgengt. Okkur langar til að tala við þá,
sem við skildum eftir á jörðunni, en við getum ekki náð
til þeirra. — Okkur langar til að áminna þá um að fara
sem bezt með tíma sinn, gáfur og tækifæri á hinni yndis-
legu jörð guðs — að gera öðrum mönnum gott og keppa
ekki eingöngu eftir því að láta eftir sínum eigin sjálfs-
elsku löngunum. Okkur langar til að hvetja þá til þess að
færa sér í nyt það valfrelsi, sem mönnum ei gefið á jörð-
unni, og að velja hyggilega, því að það frelsi er ekki til í
þessum skuggaheimi.
»Hér er ekki hægt að festa hendur á neinu. Þegar
menn rétta út hendurnar til þess að ná i það, sem menn
þrá, þá er því kipt burt, og samt verða menn að halda
áfram að leita og keppa eftir einhverju, en öðlast það
aldrei, og svona gengur það endalaust. Hugsaðu um það,
hvað í því er fólgið! allt vonlaust! ef menn væru sviftir
voninni á jöiðunni, mundu þeir sökkva niður í svörtustu
örvænting«.
Hann nuddaði fast saman höndunum og stundi við og
hélt því næst inn í skóginn til þess að halda áfram leit-
inni eftir þvi, sem hann gat aldrei fundið þar. Þá var ég