Morgunn - 01.06.1938, Side 31
MORGUNN
25
En nú átti ég að fá að vita það, að guð hafði ekki yfir-
gefið þá, og að jafnvel til þeirra var ljósenglum hans
leyft að fara og veita þjónustu sína þessum aumu fórn-
ardýrum sjálfselsku sinnar og illa notaðra tækifæra á
jörðunni.
Þeim megin árinnar sem ég var í skóginum sá ég,
eins og ég hafði áður séð, þúsundir af dökkleitum fram-
liðnum mönnum reika milli trjánna, þeir voru að leita að
því, sem þeir gátu aldrei fundið þar, og fyltu loftið með
kveinstöfum sínum. Ég fór að imynda mér að áin væri
tára vatnsfall — þar væru tárin, er hersveitir vansælla
manna hefðu helt út um óteljandi aldir, manna sem farið
hefðu gegn um hlið dauðans frá bjartri jörðunni og lent
í þessum skuggalega skógi.
í þeim hluta skógarins, sem var hinumegin við ána, sá
ég enga framliðna menn reika milli trjánna, og ekki bár-
ust að eyrum mínum neinir kveinstafir þaðan. Beint á
móti staðnum, sem ég stóð á, var bjartur engill, og ég
þekti að það var bróðir minn. Umhverfis hann var flokkur
af dökkleitum framliðnum mönnum, en þeir veinuðu ekki
lengur og ég sá ekki, að þeir væru nú að leita að neinu,
sem þeir gátu ekki fundið.
Bróðir minn kom til min og ég spurði hann, hverjir
þeir menn væru, sem með honum voru.
»Það eru framliðnir menn«, svaraði hann; »þeir hafa ein-
læglega iðrast illgerða sinna á jörðunni og þeir óska þess
hreinskilnislega að vara aðra menn við því að lifa eins og
þeir lifðu þar: með því hafa þeir áunnið sér inngönguleyfi
á annað svið, og þangað er ég að fara með þá. Þar geta
þeir byrjað að vinna að sínu eigin hjálpræði, og ef þeir
eru staðfastir fara þeir af einu sviði á annað, þangað til
þeir verða lika þjónustusamir englar, eins og þeir sem eru
á himnum«.
Ég sagði honum það, sem maðurinn, er talað hafði víq
mig> þegar eg kom fyrst inn i skóginn, hefði sagt við mig.
»Það getur vel verið, að hann hafi nú þegar verið flutt-