Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 41
MORGUNN
35
innar — og þá jafnframt hitt stóra atriðið, að líf sálar-
innar heldur áfram eftir viðskilnaðinn við líkamann, og
að eftir að sálirnar hafa haft skifti á tilverustigum geta
þaer, þegar sérstök skilyrði eru fyrir hendi, haft áhrif inn
í þennan jarðneska heim.
Mér þykir sérstök ástæða til þess að biðja yður vel-
virðingar á því, að ég sé mér ekki fært að fara að gera
grein fyrir þeim fyrirbrigðum, sem menn hafa tekið
gild sem sannanir fyrir þessum afar mikilvægu ályktunum.
Það yrði alt of langt mál til þess að vera innskots-atriði
í erindi, sem er ekki beint um það efni.
Með sálarrannsóknunum hafa menn ennfremur komist
að raun um það með óyggjandi vissu, sem mannkynið
hefir reyndar altaf orðið vart við, en sem samt hefir verið
venjulega þrætt fyrir — að með sumum mönnum búa
hæfileikar, sem eru alt annars eðlis en þeir, sem vér beit-
um að öllum jafnaði: Skygnin hefir sannast, eða hæfileikinn
til þess að sj \ hitt og annað, sem er öllum þorra manna
ósýnilegt, einkum annars ósýnilegar verur. Dulræn heyrn
hefir sannast, og jafnvel heilar bækur hafa verið ritaðar,
sem lesnar hafa verið fyrir af röddum, þar sem enginn
hefir sést. Fjarsýni hefir sannast, hæfileikinn til þess að
sjá hluti og atburði þar, sem líkamleg augu gátu ekki
með neinu móti til náð. Ennfremur hefir sannast, að sumir
menn geta með einhverjum hætti, á sumum augnablikum,
skynjað liðna tímann, og mjög mikil ástæða er til að ætla,
að það sama megi segja um ókomna tímann, þegar ein-
hver óþekt skilyrði eru fyrir hendi. Þá hefir það líka sann-
ast, sem nefnt hefir verið á íslenzku fjarhrif (telepathi),
og er í því fólgið, að áhrif berast frá einum mannshuga
til annars, eftir einhverjum öðrum leiðum en skilningar-
vitanna.
Þessir hæfileikar, sem ég hefi nú nefnt, koma ekki fram
nema hjá tiltölulega fáum mönnum, Sumir ætla, að i raun
og veru búi þeir með öllum, og að mannkynið sé á Ieið- <
inni til þess, að þeir komi í ljós alment. Um það verður
3*