Morgunn - 01.06.1938, Side 43
MORGUNN
37
um uppvakningana, þessa allra furðulegustu, fáránlegustu
og ægilegustu mynd, sem þjóðtrúin hefir tekið á sig, er
það að segja, að það er nokkurn veginn óhugsandi, sam-
kvæmt þeim hugmyndum, sem þjóðinni voru innrættar um
annað líf, að hún hafi hugsað sér, að framliðnu mennirnir
sjálfir væru vaktir upp. Hitt er vel skiljanlegt, að hún hafi
gert sér í hugarlund, að kunnáttumenn gætu notað þessar
verur í þjónustu sína.
Einhverjir kunna að halda, að trúin á þessar »verur«,
sem með manninum búa, séu áhrif frá guðspekinni.
Eg held ekki, að svo sé, Ég held, að hún sé miklu eldri.
Mér stendur það fyrir barnsminni, að gáfuð vinnukona
sagði einu sinni við mig, þegar ég var lítill: »Mér hefir
alt af fundist, að það muni búa margar sálir i sama mann-
inum«. Ekki var guðspekinni til að dreifa þá, fyrir um 60
árum. Hún orðaði þetta ekki nákvæmlega rétt, stúlkan,
eftir hugmyndum nútíðarmanna. Samt er ekki því að leyna
að sumir lærðu mennirnir hafa komist á skoðun, sem er
þessari mjög skyld, einkum fyrir skifting persónuleikans,
sem stundum hefir komið fram svo áberandi.
Sannleikurinn virðist vera sá, að þó að vér höfum ekki
margar sálir, þá er vitund vor eins og í hólfum. Það er
þetta, sem rannsóknirnar hafa meðal annars leitt í ljós
Bak við almenna vitund vora, sem stundum hefir verið
nefnd dagvitund á islenzku, er eins og annað vitundar-
hólf, eitt eða jafnvel fleiri, þar sem geymdar eru aðrar
endurminningar, aðrar hugsanir, aðrir vitsmunakraftar og
aðrar hvatir, en vér vitum af að jafnaði. Það eru þessi
bakhólf vitundarinnar, sem nefnd hafa verið undirvitund —
og hún er nú á hvers manns vörum, þó að hvorki orðið
né hugmyndin væri tll hér á landi um síðustu aldamót.
Enginn maður getur giskað á það nú. hve mikilvæg
þessi uppgötvun kann að reynast, að vitund vor er víð-
tækari, en vér höfum hugsað oss. Bendingar hafa komið
fram við rannsóknirnar, sem gera það að minsta kosti
hugsanlegt, að gagngerðar breytingar verði á hugmyndum