Morgunn


Morgunn - 01.06.1938, Síða 43

Morgunn - 01.06.1938, Síða 43
MORGUNN 37 um uppvakningana, þessa allra furðulegustu, fáránlegustu og ægilegustu mynd, sem þjóðtrúin hefir tekið á sig, er það að segja, að það er nokkurn veginn óhugsandi, sam- kvæmt þeim hugmyndum, sem þjóðinni voru innrættar um annað líf, að hún hafi hugsað sér, að framliðnu mennirnir sjálfir væru vaktir upp. Hitt er vel skiljanlegt, að hún hafi gert sér í hugarlund, að kunnáttumenn gætu notað þessar verur í þjónustu sína. Einhverjir kunna að halda, að trúin á þessar »verur«, sem með manninum búa, séu áhrif frá guðspekinni. Eg held ekki, að svo sé, Ég held, að hún sé miklu eldri. Mér stendur það fyrir barnsminni, að gáfuð vinnukona sagði einu sinni við mig, þegar ég var lítill: »Mér hefir alt af fundist, að það muni búa margar sálir i sama mann- inum«. Ekki var guðspekinni til að dreifa þá, fyrir um 60 árum. Hún orðaði þetta ekki nákvæmlega rétt, stúlkan, eftir hugmyndum nútíðarmanna. Samt er ekki því að leyna að sumir lærðu mennirnir hafa komist á skoðun, sem er þessari mjög skyld, einkum fyrir skifting persónuleikans, sem stundum hefir komið fram svo áberandi. Sannleikurinn virðist vera sá, að þó að vér höfum ekki margar sálir, þá er vitund vor eins og í hólfum. Það er þetta, sem rannsóknirnar hafa meðal annars leitt í ljós Bak við almenna vitund vora, sem stundum hefir verið nefnd dagvitund á islenzku, er eins og annað vitundar- hólf, eitt eða jafnvel fleiri, þar sem geymdar eru aðrar endurminningar, aðrar hugsanir, aðrir vitsmunakraftar og aðrar hvatir, en vér vitum af að jafnaði. Það eru þessi bakhólf vitundarinnar, sem nefnd hafa verið undirvitund — og hún er nú á hvers manns vörum, þó að hvorki orðið né hugmyndin væri tll hér á landi um síðustu aldamót. Enginn maður getur giskað á það nú. hve mikilvæg þessi uppgötvun kann að reynast, að vitund vor er víð- tækari, en vér höfum hugsað oss. Bendingar hafa komið fram við rannsóknirnar, sem gera það að minsta kosti hugsanlegt, að gagngerðar breytingar verði á hugmyndum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.