Morgunn - 01.06.1938, Síða 44
38
MORGUNN
vorum um mannveruna og afstöðu hennar til alheimsins
þegar í þessu lífi. Ég ætla að segja yður eina sögu til
skilningsauka.
Sænsk barónessa, sem er merkur rithöfundur og heitir
Lucie Lagerbielke, var að gera tilraun með einkennilega
sálræna konu, sem virtist hafa haft töluvert svipaða hæfi-
leika og Drauma-Jói. í einhvers konar svefni eða dái var
eins og sál hennar losnaði við líkamann og færi til fjar
lægra staða. Samt hélt hún því sambandi við líkamann,
að hún gat í svefninum látið varirnar segja það, sem fyrir
hana bar á þessu sálræna ferðalagi. Við þessa tilraun, sem
hér er um að tefla, biður barónessan hana að fara inn í
herbergi i húsi nokkuru i fjarlægum enda frá þeim hluta
borgarinnar, sem þær voru í, og segja sér, hvað hún sæi
þar. Vissa var um það, að konan hefði aldrei i þetta hús
komið. Sál konunnar virtist leggja af stað. Og eftir dálitla
stund kemur hún aftur og segist ekki finna húsið. Barón-
essan spyr hana þá, hvort hún geti ekki spurt til vegar,
hvort hún geti ekki t. d. fengið leiðbeiningar hjá einhverj-
um lögreglumanni. Konan, eða sál hennar, e^a hvað við
nú eigum að kalla það, segist skulu reyna það. Eftir nokk-
ura stund kemur hún aftur, segist hafa fundið húsið og
lýsir rétt og nákvæmlega þeim herbergjum, sem henni hafði
verið sagt að fara inn í, eins og hún hefði þangað komið.
Þá spyr barónessan hana, hvernig hún hafi fundið húsið.
Konan segist hafa fundið lögreglumann á götunni, og hann
hafi vísað sér á það. »En hvernig gat lögreglumaðurinn
orðið var við þig, þar sem þú ert ósýnileg í þessu ferða-
lagi?« sagði barónessan. Þá var eins og konan yrði stein-
hissa á slíkri fávísi. »Ég talaði auðvitað við þá hliðina á
lögreglumanninum, sem snýr inn í þann heim, er ég er í,
þegar ég er á þessu ferðalagi,« sagði hún.
Það væri óneitanlega merkileg uppgötvun, ef það fengi
fulla staðfesting, að veru vorri sé svo háttað, að einhver
hluti hennar sé i stöðugu sambandi við einhvern ósýni-
legan heim, eins og þama vjrtist um lögreglumanninn,