Morgunn - 01.06.1938, Síða 46
40
M 0 R G U N N
en dauðinn. Hann getur aðeins sagt oss, að »menn, sem
hafa farið yfir um, geti komist í samband við oss«. »Menn,
sem hafa farið yfir um!« Þú getur fengið að heyra ástríkis'
orð og vonarorð frá konunni eða barninu eða vininum,
sem þú hefir unnað svo heitt og saknað svo sárt. Þetta
virðist presturinn halda, að sé svo ómerkilegt, að það sé
tæplega þess virði að vera neitt í því að rekast«.
En að hinu leytinu er þess að gæta, sem Blatichford
bendir líka á, að það sé fásinna af prestinum að segja,
að spíritísminn geti ekkert sagt oss annað en þetta. Prest-
urinn virðist taka það gilt, að þetta geti hann sagt oss með
góðum rökum — að framliðnir menn geti komist í sam-
band við oss. Hvar eru nú rökin fyrir því, að þetta hafi
í raun og veru gerst? Þau eru mörg. En ég skal benda
á eina tegund þeirra: Endurminningasannanirnar. Ég skal
benda á tiltölulega algeng dæmi. Það, sem segir sig vera
framliðinn mann, kemur með atvik úr lífi sinu, sem ekki
er á annara manna vitorði en einhverra fjarstaddra manna,
sem miðillinn hefir engu hugmynd um að séu til; eða
getur komið með atvik úr lífi hins framliðna manns, sem
engum jarðneskum manni er kunnugt um, en sannast
eftir á; eða þessir vitsmunir koma með einhvern þungan
og torskilinn lærdóm, sem hinn framliðni maður haiði til að
bera, en miðillinn hefir ekki getað aflað sér vitneskju um.
Af þessu ráða menn það, að þessi skeyti séu frá þeim
framliðnu mönnum, sem sagt er að séu að berjast við að
koma þeim fram. Ef þetta er tekið gilt — og það er ekki
hlaupið að því að komast undan þvi, ef hugsað er um
málið alveg hleypidómalaust — ef framliðnir menn geta
komið fram svona ríkum sönnunum gegnum góða miðla,
þá er ekki óeðlilegt, að menn dragi af því þá ályktun, að
eitthvað sé það að marka, sem þeir með þessum hætti
segja af högum sínum í öðrum heimi. Þeir hafa sagt all-
mikið um það efni.
Ég mintist í upphafi þessa erindis míns á prestinn,
sem fullyrti við mig, að enginn væri sá af prestum