Morgunn - 01.06.1938, Page 54
48
MORGUNN
Þess er þá fyrst að geta, að ég dreg fram í dagsijósið
aðeins örlitið brot af draumum mínum. Mig dreymir
allar nætur eitthvað, þegar ég er heima — oftast fyrir
daglátum veðranna og ávallt í likingum. Aldrei dreymir
mig blátt áfram fyrir einu eða öðru. T. d. mig — og marga
— dreymír vín — og drukna menn — fyrir hláku. Einn
þess háttar draum vil ég nú segja:
Eitt sinn í fyrra gat veðurstofan um lægð við suðurodda
Grænlands, sem veðurspámaður Útvarpsins var óviss um,
hvort fara myndi austur sunnan við land, eða norður
Grænlandshaf og yfir land vorl vestanvert. Líklegra taldi
hann að lægðin færi austur sunnan við landið, og ef svo
bæri við, kæmi austan átt og síðan norðaustan úr vind-
belgnum. Hitt gætí þó skeð, að lægðin færi norður Græn-
landshafið og þá kæmi hláka. Ég sagði þá við syni mína:
Lægðin fer þá leiðina, sem veðurspáin telur ólíklegri og
vér fáum hláku, því að í nótt dreymdi mig drukkinn mann
á Akureyri, sem hampaði vínflösku. Svo fór um sjöferð
þá, að hlákan kom og var mjög rausnarleg. Þessa draum-
sýn bar fyrir mig um það leyti, sem lægðin er að mynd-
ast sunnan við Grænland. Hver býr út þessa gátu? Hvaða
líkur eru til að hún stafi frá fjarlægri stjörnu? Reyndar
verður eigi séð, að hún eigi upptök sín í undirvitund
minni, og þó eru meiri líkur til þess.
Margir draumar eru til, eða hafa verið sagðir, sem boða
harða eða þá góða veðráttu, missiri áður en sú veðrátta
kom í ljós. Það er alkunnugt að dýr (mýs, rjúpur) vita á
sig harðan vetur. Sú spá hlýtur að eiga sér undirrót í hug-
boði dýrsins — eða brjóstviti. — Samskonar hugboð gæti
verið að verki í sjálfu manneðlinu, þegar einhvern dreymir
fyrir ákveðnu veðri,
Þó er það enn skiljanlegra, að einstaklingur njóti eða
gjaldi undirvitundar sinnar, þegar hann dreymir fyrir því
sem snertir sjálfan hann t. d. vanheilsu eða dauða. Það er
sennilegt, að frumurnar í sjálfum oss sé gæddar sérstakri
meðvitund, eða þá kerfi þeirra. Og ef svo er, mætti ætla
j