Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 66
60
MORGUNN
þetta lætur einkennilega í eyrum margra, því að þrátt fyrir
alt, sem virðist benda í þá átt, að maðurinn lifi líkams-
dauðann, og þrátt fyrir sterka trú á áframhaldandi lífi, þá
er eins og menn kynoki sér við að trúa nokkru um það líf.
Það er eins og öllum þorra manna finnist, að um fræðslu
í þeim efnum geti alls ekki verið að ræða. Það er því
flestum alveg spánnýtt, að því sé haldið fram í fullri alvöru,
að hægt sé að hafa tal af þeim, sem nefndir eru dauðir.
En þetta er nú eigí að síður staðreynd.
Til þess að gefa ykkur ofurlitla hugmynd um, á hvern
hátt menn fá þessa vitneskju, verð ég að segja ykkur
ágrip af sögu sálarrannsóknanna þó það verði bæði stutt
og ónákvæmt. En áður en ég byrja á því, langar mig til
að rifja upp fyrir ykkur ýmislegt, sem þið sennilega mörg
hafið reynt sjálf,
Þið hafið áreiðanlega öll heyrt talað um svipi dáinna
manna. Þið hafið sjálfsagt flest heyrt getið um eða ef til
vill sjálf heyrt einkennileg högg eða umgang, sem ekki
átti sér þó stað i sjáanlegum veruleika. Það eru til sögur
af slíku i öllum sveitum á íslandi. Þá telja ýmsir sig hafa
séð ljós, sem ekki var þó á neinna vitorði, að gæti verið
rétt. Sumir telja sig hafa séð einkennilega hvita þokustróka
sjálflýsandi, helst í myrkri og loks má geta þess, að ekki
allfáir telja sig hafa séð menn, sem dánír voru, alveg eins
útlítandi og á meðan þeir voru hér á jörðinni og margt
fleira sem yrði of langt upp að telja. En allar þessar sýnir
hafa verið settar i samband við framliðna menn. Þetta er
á allra vitorði og þarf ekki að færa frekari rök fyrir því.
Ég er ekki að halda því fram, að allar þessar sýnir hafi
haft við rök að styðjast, en ég veit að margar hafa verið
annað og meira en hugarburður. Þessi skýring almennings
á þessum fyrirburðum verður dálítið einkennileg, þegar
þess er gætt, að yfirleitt hafa menn trúað, annað hvort á
svefn hinna framliðnu til »dómsdags«, eða þá að sálir fram-
liðinna færu beina leið til himnaríkis »ofar öllum skýjum,
ofar tungli og sól« eða þá norður og niður, sem fáir munu