Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 67
MORGUNN
61
hafa farið í meðvitund fólksins. En þrátt fyrir þessa trú á
fjarlægð framliðinna, þá eru nú eigi að síður sagnir, sem
skifta tugum þúsunda, um að þessir menn hafi sést hér
eftir dauðann. Þetta sýnir bezt, hvað trúarhugmynd fólks-
ins hefir verið og er þokukend.
En hvað sem þessu líður, þá voru allar slíkar sýnir sem
ég nefndi áðan, settar að meira eða minna leiti í samband
við framliðna menn. Að vísu má geta þess að sumar af
þeim voru nefndar töluvert óvirðulegum nöfnum t. d. draug-
ar eða afturgöngur. En uppruni þeirra átti að vera sá sami,
það voru framliðnir menn, en þeir hafa eftir því sem mér
hefir skilist átt nokkurn veginn víst heimilisfang.
A þessu stutta yfirliti sést það, að menn höfðu trú á
því, og hafa trú á því, að framliðnir menn geti birst hér
á jörðinni eftir andlátið og hafi gjört það margoft. En alt voru
þetta ágiskanir bygðar á sáralitlum eða engum rökum.
Og á seinni hluta 19. aldarinnar var álit alls þorra lærðra
nianna að þessar yfirvenjulegu sýnír væru ekki og hefðu aldrei
verið annað en skynvilla taugaveiklaðs fólks, eðahjátrúarfullra
heimskingja. Ég vil nú geta þess, að allar þessar yfirvenju-
legu sýnir, bæði fyr og síðar, koma nú eigi að síður mjög
heim við þær rannsóknir, sem nú er farið að gjöra á þessu
sviði. Og það breytir alls engu, þó að ef til vill sumar
þeirra hafi í einstaka tilfelli verið tómur hugarburður, þar
sem allar tegundir þeirra hafa nú verið rannsakaðar mjög
samviskusamlega, og engin sennilegri skýring en spíritism-
ans komið fram á orsökum þeirra.
Það er kunnugra én frá þurfi að segja, að afskaplega
ei’ það misjafnt, hvað menn eru næmir á slíka hluti sem
þessa. Sumir hafa aldrei séð eða heyrt neitt yfirvenjulegt
En aftur eru aðrir, sem engu líkara er, en þessir dulrænu
fyrirburðir elti þá á röndum. Þeir sjá ef til víll eittvað á
undan komu hvers manns (eins og kallað er). Þessir menn
ef þeir segja satt frá, eru áreiðanlega að meira eða minna
leiti gæddir þeirri gáfu, sem nefnd er miðilsgáfa. Og miðl-
ar eru þeír nefndir nú, sem eiga þessa gáfu í miklum mæli.