Morgunn - 01.06.1938, Síða 70
64
MORGUNN
deili á þeim manni, sem öll skilaboðin fær yegnum hann,
jafnvel þótt hann sé úr öðru landi eða annari heimsálfu.
Það eru til óteljandi vitnisburðir frá mönnum úr öllum
löndum hins mentaða heims, um að skilaboð, sem þeir
hafi fengið á þennan hátt, geti ekki verið frá öðrum en
framliðnum vinum þeirra. Og það er meðal annars á þenn-
an hátt, sem Andahyggjumenn telja það sannað að maður-
inn lifi líkamsdauðann, viti inn í þennan heim, og hafi
óskerðan persónuleik og minni frá jarðvíst sinni.
Þá má og minnast á raddfyrirbrigði, sem gjörast hjá ein-
staka miðli. í stað þess að nota talfæri miðilsins eins og í
dásvefnstali, þá tala framliðnir menn með sinni eiginlegu
rödd algjörlega utan við hann, hingað og þangað í tilrauna-
herberginu, eða í gegnum lúður, sem notaður er í þessu
skini til að styrkja röddina.
Ein aðferð, sem framliðnir menn nota til að sanna nær-
veru sína, er að láta taka af sér ljósmyndir. Það gjörist
venjulega á þann hátt, að einhver-sem mist hefir vin sinn
eða nákominn ættingja, »situr fyrir« hjá ljósmyndamiðli í
þeirri von að þessi framliðni vinur komi fram á plötunni
ásamt honum. Því að eins og þið vitið þá er ljósmyndavélin
mikið næmari en mannsaugað. Þetta lánast mjög oft, en
það kemur líka oft fyrir, að mynd af alt öðrum framliðn-
um manni kemur á plötuna, en alls ekki af þeim sem
óskað var eftir. Dæmi eru til að 50 mannsandlit hafi á þennan
hátt komið á eina plötu, en þó sat að eins einn sjáanleg-
ur maður fyrir ljósmyndavélinni. Ég veit ekki hvort þið
hafið séð ljósmynd af séra Haraldi, sem tekin var á þenn-
an hátt eftir að hann fór úr þessum heimi, en ef þið hafið
séð hana, þá er hún ágætt sýnishorn af þessum andaljós-
myndum.
Þá er eftir að minnast á manngjörfinga fyrirbrygðin, sem
í raun og veru eru mest sannfærandi af þeim öllum ef
þau eru í góðu lagi. Þau gjörast á þann hátt, að úr sér-
stöku efni, sem tekið er frá miðlinum og öðrum fundar-
mönnum og nefnt hefir verið útfrgmi, geta framliðnir