Morgunn - 01.06.1938, Síða 73
MORGUNN
67
Börnin vaxa þar og dafna og verða fullorðir menn. Þeir
sem deyja gamalmenni, verða aftur ungir, eins og á
bezta aldri, en mér skilst að útlit manna sé svipað þar
og það var hér, en þeir losna við öll líkamslýti ef þeir
þrá það. Mig Iangar til að segja ykkur frá þrem litlum
drengjum, sem ég þekki á astralsviðinu. Einn þeirra er
tæplega ársgamall ljómandi fallegur með blá augu. Hann
er ákaflega fróðleiksfús og spyr um alla skapaða hluti. En
honum þykir fjarskalega gaman að leika sér. Annar er á
fjórða árinu, stór eftir aldri með dökkblá augu. Honum þyk-
ir líka gaman að leika sér, en aðal erindi hans hingað til
jarðarsviðsins er kærleikur hans til móður sinnar, sem hann
vill fá beðið fyrir, því að hún fyrirfór sér og líður þess
vegna ekki vel. Þriðji drengurinn er 14 ára gamall. Hann
fór héðan hálfs árs en er nú orðinn stór. Hann segist vera
hár en frekar grannur. Hann er ákaflega þroskuð vera, sem
elskar alla menn. Ég hefi oft íregnir af þessum litlu drengj-
um og eftir þeim að dæma er það sannarlega ekkert sorg-
arefni að vita ung börn sín flytjast yfir á það svið, sem
þau fara á.
Öllum ber saman um það, að jafnvel þótt líðan sumra
sé afar vond fyrst eftir að þeir koma yfir, þá eigi þó allir
kost á að komast þangað sem hún verður betri. En þeir
verða að finna löngun hjá sér til þess. Og þeir verða fyrst
að koma auga á, af hverju vanlíðunin stafar. En það er
vist afar erfitt oft að gjöra sér grein fyrir því. Sumir ör-
vænta alveg og halda að svona verði það alla eilífð. Góð-
ar og þroskaðar verur frá hinum hærri sviðum eru altaf
þarna til að leiðbeina þessum vesælu mönnum og reyna
að hafa áhrif á þá. En hjálpinni er ekki þrengt upp á neinn,
óskin verður að koma innan að frá þeim, sem hennar þarfn-
ast. Og sumir virðast eiga afarlengi örðugt með að gjöra
sér grein fyrir þvi, að sér sé í nokkru ábótavant og vita
jafnvel alls ekki að þeir séu komnir í annan heim, svo
líkt er umhverfi manna þar og hér. En umhverfi sitt skapa
þeir (eftir því sem mér hefir skilist) með hugsun sinni.
5*