Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 74
68
MORGUNN
Góðar og göfugar hugsanir skapa fagurt umhverfi. Ljótar
hugsanir skapa umhverfi í líkingu við þær.
Enginn skyldi láta sér detta í hug, að menn séu iðju-
lausir eftir að þeir eru komnir inn í annan heim. Það er
nú eitthvað annað. Og störf þeirra þar fara mjög eftir því,
hvað hugur þeirra þráir. Það er mjög mikill misskilningur
að menn í öðrum heimi gjöri ekki neitt annað en syngja
Guði lof og þakkargjörð. Að vísu eru þar haldnar guðs-
þjónustur og guðsdýrkun er þar miklu meiri en hér. Það
er líka herfilegur misskilningur (eins og ég hef nú raunar
sagt hér áður í þessu erindi), að framliðnir menn séu ein-
hverjar hálfgildings þokuverur, sem enga verulega líkami
hafi, enga skapgerð, og engar ákveðnar tilhneigingar frek-
ara til eins en annars. í fyrsta lagi hafa þeir Jikama, sem er
þeim sjálfum og þeim sem á því sviði búa, alveg jafnveru-
legur og áþreifanlegur eins og jarðneski likaminn er þeim
sem hér búa. í öðru lagi halda þeir skapgerð sinni óskertri.
Þeir elska þá, sem þeir elskuðu, alveg eins heitt og þeir
gjörðu eða meira, hvort sem þessir ástvinir eru þar hjá
þeim eða eftir hér á jörðinni. Yfirleitt er ekki annað hægt
að sjá, ef dæma á eftir fregnum handan að, en að líkams-
dauðinn gjöri alls enga breytingu á manninum, aðra en
þá, að hann leggur af sér þann búning, sem nefndur er
jarðneskur likami, en sálin, maðurinn sjálfur, heldur áfram
að vera til með sömu skapgerð og sömu tilfinningum og
áður, og að þeir, a. m. k. fyrst i stað, séu nákvæmlega
sömu mennirnir og þeir voru áður en þeir hurfu okkur.
Tímans vegna get ég ekki farið lengra út í að lýsa lífi
manna eftir dauðann samkvæmt skoðunum spíritista og
frásögn fiamliðinna manna. En það er opinn vegur, fyrir
þá, sem vilja kynna sér þessar skoðanir nánara, að lesa
þær bækur, sem til eru um það efni á íslenzku, t. d. tíma-
ritið »Morgunn«.
Hvað sem hægt er að segja um þessar frásagnir, hvort
mönnum finnast þær sennilegar eða ótrúlegar, það breytir
sannleikanum ekki vitund. Ég er ekki að fullyrða að þær