Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 75
MORGUNN
69
séu allar réttar. En ég játa að mér finnast þær ekki ósenni-
legar, og ég er a. m. k. fúsari að leggja trúnað á þær en
alt annað sem ég hefi lært og heyrt um dauðann og annað
líf.
Það er varla hægt að skilja svo við þessar lýsingar á
lífinu í öðrum heimi, að ekki sé gjörð tilraun til að skýra
fyrir þeim, sem ekkert hafa kynt sér þessi mál, á hvern
hátt þetta megi verða eins og því er lýst.
Því er haldið fram af ósýnilegum vinum okkar, að mann-
leg augu fái aðeins skynjað hluti sem tilheyra efnisheim-
inum, en að innan um og utan við þann heim sé annar
heimur, sem sé myndaður úr miklu fíngerðara efni. Þetta
efni hafi margfalt meiri sveifluhraða en hið jarðneska og
verði þar af leiðandi ekki greint með jarðneskum skilning-
arvitum, en undir sérstökum skilyrðum sé þó hægt að
skynja lítið brot af þvi. Efnafræðingarnir eru nú farnir að
halda því fram, að það sem við höldum tómt loft og höf-
um til skamms tima talið að væri ekki neitt, sé í raun og
veru efni fult af lífi. En sveifluhraði þess efnis er svo
mikill, að við getum ekki greint það. Eins og þið vitið þá
berst i loftinu söngur, hljóðfærasláttur, tal o. s. frv. frá
útvarpsstöðvum bæði hér á landi og erlendis frá. Það er
aðeins fyrir tilhjálp þessa efnis, að þetta er mögulegt. Væri
þetta efni ekki til, mundi hljóðið alls ekki geta borist. Þvi
er nú haldið fram af mörgum, að líkami framliðinna manna
eigi eitthvað skilt við þetta efni og þess vegna hefir hann
oft verið nefndur eter- eða ljósvaka-líkami, því að þetta
efni er, eins og þið vitið, nefnt eter eða ljósvaki.
Ég vil benda mönnum, sem vilja kynnast þessu eitthvað
frekara, á að lesa bók, sem til er á íslenzku eftir enskan
mann J. Arthur Findlay að nafni. Bókin heitir: »Á landa-
mærum annars heims.«
Er andahyggjan óguðleg stefna.
Ég læt vera hér nokkurs konar kapitulaskifti og mun
verja þeim tínia sem ég á eftir að tala i þetta skifti, til