Morgunn - 01.06.1938, Page 80
74
MORGUNN
og hvað það er sem þeir benda mönnunum á að gjöra
og ekki gjöra. Ef dæma á eftir þeim boðskap sem þeir
andar flytja, sem venjulega heimsækja menn á miðilsfund-
um, þá verð ég að segja, að þetta er ákaflega barnaleg
aðferð hjá þeim vonda og als ekki samboðin þeirri við-
leitni, sem honum er eignuð í því að afvegaleiða okkur
mennina, því undantekningarlaust hafa þeir sem birst hafa
á þeim fundum sem ég hefi verið á, reynt að brýna fyrir
okkur mönnunum nákvæmlega það sama, sem Jesús Krist-
ur lagði svo ríka áherslu á, kærleikann til allra manna. —
Þ>að hefir ekki verið vanrækt af mótstöðumönnum spíri-
tismans, að benda mönnum á, að viss persóna gæti breytt
sér í ljósengils líki og þessvegna væri ekkert mark tak-
andi á þessum fagra boðskap. Fyrir 1900 árum voru lika
til menn sem hugðu að Jesús Kristur ræki út illa anda með
tilstyrk höfðingja þeirra. Þið munið hverju hann svaraði því.
Menn gætu hugleitt það svar ennþá, og vitað svo hvort
þeim fyndist ekki frekar ólíklegt að höfuðprestar vorra
tima hafi rétt að mæla. Annars er þessi tilgáta alls ekki
svara uerð.
Þá er eftir að minnast á þau áhrif sem andahyggjan
getur haft á hugi þeirra, sem hana aðhyllast. Því hefir
verið haldið fram, að samband við annan heim (þó að
það væri ábyggilegt) breyti ekki nokkurn skapaðan hlut
hugum vorum, það geti engin áhrif haft til hins betra, og
svo sé það í sjálfu sér ekkert annað í aðalatriðum, en
það sem kirkjan hafi verið að boða nú í margar aldir. Ég
ætla að svara síðara atriðinu fyrst. í sjálfu sér er það al-
veg rétt, að kirkjan hefir nú í margar aldir verið að boða
þau sannindi, að maðurinn lifði líkamsdauðann. En hvað
kemur þá til þess, að fjölda margir af þeim sem kirkjan
hefir verið að boða þessi sannindi, gefa þeim fyrst gaum
fyrir milligöngu spíritismans? Er það af því, að þeir hafi
áður verið svona andlega sljófir? Eða er það af því, að
boðskapur kirkjunnar hafi þurft að túlkast af spíritisma til
þess að geta orðið skiljanlegur? Og ef svo er, hverju sæíir