Morgunn - 01.06.1938, Side 85
MORGUNN
79
ég gat um áðan, hangir rafmagnsljóspera með rauðu ljósi og
er hún vandlega byrgð, þeim megin sem veit að bakháa
stólnum, með dökku klæði. Ljósperan er hér um bil U/2
metra frá gólfi, en slæðan sem breidd er fyrir að innan-
verðu, er hér um bil U/4 metra frá gólfi neðri brún henn-
ar. Nú líður nokkur tími, fundarmenn fara að tínast inn í
stofuna og setjast í sæti, sem dyravörður vísar á; mér er
mikið áhugamál, að fá að skoða bakháa stólinn og umhverfi
hans. Ég veit að það er sæti miðilsins og mig langar til
að ganga úr skugga um hvort ekkert sé þar fólgið, sem
hægt væri að nota til blekkingar. Því að margar eru til
sögurnar um slíkt athæfi. Ég hafði setið á þó nokkrum
fundum áður, en aldrei haft aðstöðu til að fullvissa mig
um, að fyrirbrigðin væru áreiðanleg. Þó hafði ég fengið
niargar og mikilsverðar sannanir, sem mér fanst eg ekki
geta annað en trúað að væru þaðan sem þær voru sagðar
vera. Samt var það nú svona, ég var ekki öruggur, að
ekki gæti nú eitthvað gjörst á slíkum fundum, sem ekki
væri sem ábyggilegast. Ég herði þvi upp hugann og spyr
dyravörðinn, hvort ég mætti lita inn í byrgið. Jú, það var
velkomið. Og ég lét ekki segja mér það tvisvar. Ég rann-
sakaði byrgið bak við tjöldin, hátt og lágt, skoðaði stólinn,
athugaði hvort setan væri laus, og hvort ekki gæti eitt-
hvað leynst þar. Nei, setan var föst, og ég fann ekkert,
bókstaflega ekkert inni í byrginu nema stólinn, og gekk
svo aftur til sætis míns, sem var þriðja sæti hægra megin
við sæti miðilsins, rétt hjá rauða ljósinu. Hvert sæti var
nú fullskipað. Miðillinn kom og settist í sæti sitt. Hvíta
ljósið var slökt og svo var byrjað að syngja. »Þín miskunn
ó guð er sem himininn há«. Allir sungu með og þessi söng-
ur, jafn sundurleitur og hann þó var, varð fagur og það
var auðheyrt að hugur fylgdi máli. Þegar sá sálmur var á
enda var byrjað á öðrum, Að endingu las einn fundar-
manna Faðir vor og blessunarorðin.
Þar sem vandlega höfðu verið byrgðir allir gluggar og
liurðin tvílæst svo engin súgur barst inn, var loftið orðið