Morgunn - 01.06.1938, Side 90
84
MORGUNN
baka og sagði þeim er höfðu sent mig, að ég hefði séð
mann eða menn á leið minni, er hefðu komið á móti mér,
staðið í vegi fyrir mér, hvest á mig augun og ég hefði
ekki þorað að halda áfram. Menn tóku þessum afsökunum
mínum misjafnlega, eða oftast nær á sama veg. Þeir hlógu
að hræðslu minni og töldu þetta vera eintóma hugaróra
mína og þvaður eitt, ég nenti bara ekki að gera það sem
mér hefði verið sagt o. s. frv. Af ýmsum ástæðum hirði
ég ekki að fjölyrða um þessa hlið málsins, læt að eins
nægja að segja, að tortryggni og rengingahneigð fullorðna
fólksins olli mér einatt ýmsum óþægindum og mörgum
leiðindastundum.
Ég man nú orðið fátt eitt af því, er fyrir mig bar um
þetta leyti og næstu árin, en eitt atvik frá bernskuárum
mínum hefir samt mótast svo skýrt í huga minn, að ég tel
mér fært að sega ykkur frá því, er þá bar fyrir mig. Ég
var þá á áttunda árinu. Þá átti ég og foreldrar rnínir heima
í Hátúni í Seiluhreppi í Skagafirði. Við vorum þrjú í bað-
stofunni, móðir mín, er sat við borðið og var að sauma
eitthvað, en ég og yngsti bróðir minn vorum að leika
okkur á gólfinu. Alt í einu varð mér litið upp og segi þá
samstundis við mömmu: »Nei, þarna er hann Guðmundur«
»Hvaða Guðmundur« spurði hún. »Hann Guðmundur í
Miklagarði«, sagði ég. »Því dettur þér i hug að segja þetta
barn, hann sem er dáinn«, sagði móðir mín. »Hann situr nú
þarna samt, ég sé hann eins vel og þig« sagði ég. Mamma
var auðsjáanlega hálf forviða yfir því er ég hafði sagt, en
ég ásetti mér að reyna til að sannfæra hana um það,
að ég væri ekki að skrökva þessu, cg fór að reyna
til að lýsa honum betur. »Hann er fremur lítill vexti,
lotinn i herðum, og hann gengur við staf, hann hefir gisið
svart alskegg, grá meinleysisleg augu, hárið á honum er
grátt og ósköp úfið, það er orðið þunt og vottar fyrir
skalla í hvirflinum, og á höfðinu hefir hann slitna enska
húfu«. Ég man ekki hvort ég sagði henni eitthvað meira
um þennan mann, en hvað sem því líður, þá tókst mér að