Morgunn


Morgunn - 01.06.1938, Síða 90

Morgunn - 01.06.1938, Síða 90
84 MORGUNN baka og sagði þeim er höfðu sent mig, að ég hefði séð mann eða menn á leið minni, er hefðu komið á móti mér, staðið í vegi fyrir mér, hvest á mig augun og ég hefði ekki þorað að halda áfram. Menn tóku þessum afsökunum mínum misjafnlega, eða oftast nær á sama veg. Þeir hlógu að hræðslu minni og töldu þetta vera eintóma hugaróra mína og þvaður eitt, ég nenti bara ekki að gera það sem mér hefði verið sagt o. s. frv. Af ýmsum ástæðum hirði ég ekki að fjölyrða um þessa hlið málsins, læt að eins nægja að segja, að tortryggni og rengingahneigð fullorðna fólksins olli mér einatt ýmsum óþægindum og mörgum leiðindastundum. Ég man nú orðið fátt eitt af því, er fyrir mig bar um þetta leyti og næstu árin, en eitt atvik frá bernskuárum mínum hefir samt mótast svo skýrt í huga minn, að ég tel mér fært að sega ykkur frá því, er þá bar fyrir mig. Ég var þá á áttunda árinu. Þá átti ég og foreldrar rnínir heima í Hátúni í Seiluhreppi í Skagafirði. Við vorum þrjú í bað- stofunni, móðir mín, er sat við borðið og var að sauma eitthvað, en ég og yngsti bróðir minn vorum að leika okkur á gólfinu. Alt í einu varð mér litið upp og segi þá samstundis við mömmu: »Nei, þarna er hann Guðmundur« »Hvaða Guðmundur« spurði hún. »Hann Guðmundur í Miklagarði«, sagði ég. »Því dettur þér i hug að segja þetta barn, hann sem er dáinn«, sagði móðir mín. »Hann situr nú þarna samt, ég sé hann eins vel og þig« sagði ég. Mamma var auðsjáanlega hálf forviða yfir því er ég hafði sagt, en ég ásetti mér að reyna til að sannfæra hana um það, að ég væri ekki að skrökva þessu, cg fór að reyna til að lýsa honum betur. »Hann er fremur lítill vexti, lotinn i herðum, og hann gengur við staf, hann hefir gisið svart alskegg, grá meinleysisleg augu, hárið á honum er grátt og ósköp úfið, það er orðið þunt og vottar fyrir skalla í hvirflinum, og á höfðinu hefir hann slitna enska húfu«. Ég man ekki hvort ég sagði henni eitthvað meira um þennan mann, en hvað sem því líður, þá tókst mér að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.