Morgunn


Morgunn - 01.06.1938, Side 92

Morgunn - 01.06.1938, Side 92
86 MORGUNN Þegar byrjað var að syngja fyrsta sálminn var eins og ein- hver einkennilegur höfgi færðist yfir mig, og um tíma var sem ég gleymdi stað og stund. Athygli mín beindist næstu augnablikin að þremur yndisfögrum ljósum, er eg sá. Ljós þessi voru bjartari en nokkur venjuleg Ijós; frá þeim stöf- uðu ylhlýir geislar og ósegjanlegur friður, sem mér er ekki unt að gera ykkur fyllilega skiljanlegt. Ég horfði stöðugt á þessi ljós, meðan verið var að syngja fyrri sálminn. Þegar söngnum var lokið fanst mér eins og veggurinn og Ioftið í stofunni leystist sundur með einhverjum dularfullum hætti og ég sjá því næst út í endalausan geiminn. Ég sá nú kistuna glögt og fólkið sem stóð umhverfis hana. Yfir því hvelfdist stjörnubjartur kvöldhiminn, þar sem ljósin áður- sögðu skinu í ósegjanlegri fegurð. Ég tók nú eftir því að ljós þessi voru á hreyfingu; þau voru þrjú, eins og áður er sagt, þau virtust nokkuð langt í burtu í fyrstu en þau færðust stöðugt nær með jöfnum hraða, unz þau staðnæmd- ust í beinni röð rétt fyrir ofan kistuna. Þau urðu nú skýr- ari og greinilegri og virtust stækka allmikið. Ég sá nú að í hverju þessara Ijósa var mannsmynd, er smá skýrðist, unz ég sá greinilega verur þessar birtast í ljósunum. í ljósi því, er mér virtist næst mér, sá ég kvenveru. Eftir útliti að dæma virtist mér sem hún mundi vera á þrítugsaldri; hún var björt yfirlitum að sjá, fremur holdug, hárið var dökkjarpt, og bar hún hvítan skrúða. Næst henni stóð gömul kona, hávaxin að sjá og dökkhærð, en ekki virtist gamla konan eins ánægð að sjá og stúlkan áðurnefnda. Við nánari athugun komst ég brátt að raun um það, að gamla konan var engin önnur en sú, sem verið var að syngja yfir. Öðrumegin við gömlu konuna sá ég ungan mann, er virtist vera um tvítugt. Hann var fremur lágur vexti, dökk- hærður. Alt var fólk þetta eins búið, hvítklætt. Ég horfði hugfanginn á þessa yndislegu sýn. Mér er ekki unt að lýsa friði þeim og yndisleik er stafaði frá návist þeirra. Sá einn, er séð hefir eitthvað þessu líkt getur skilið það til fulls, en ég horfði á þær allan tímann meðan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.