Morgunn


Morgunn - 01.06.1938, Side 94

Morgunn - 01.06.1938, Side 94
88 MORGUNN að hefja leit að bátunum sökum hríðarofsa og náttmyrk- urs. Alla nóttina voru menn á verði niður á bryggjunni og inni á Borgarsandi til þess að taka á móti bátunum, ef vera kynni að þeir kæmu að. Fáum mun hafa orðið svefn- samt þessa eftirminnilegu nótt, mér ekki fremur en öðrum. í hvert skipti sem mér fanst ég vera að sofna fanst mér einhver koma og vekja mig og gekk svo um hríð. Síðari hluta nætur fanst mér samt að ég mundi geta sofnað, en hrökk þá upp við það, að engu var líkara en að nákaldri hendi væri strokið um kinn mína. Ég hrökk ónotalega upp við þessa óvæntu snertingu og reyndi ekki framar tii þess að sofna, en jafnhliða þessu fanst mér eins og eitthvert magnleysi kæmi yfir mig, og var mér ekki unt að sporna á móti því. Því nær samstundis fanst mér að ég sæi eitthvað út í geiminn. Ég sá hríðina og heyrði veðurdunurnar, en mér þótti það einkennilegt að ég sá í gegnum hríðina og því nær samstundis sá ég bát, sem var að velkjast í hafrótinu en svo brotinn virtist mér hann vera orðinn, að naumast var um annað en flak að ræða. Á bátsflakinu sá ég einn mann og virtist mér hann mundi örendur vera, því að ég gat ekki greint neina hreyfingu á honum. Ég fór nú að litast um og gæta að því, hvort ég sæi ekki eitthvað meira og tók þá eftir því, að framundan var land. Dálítill vogur skarst þarna inn í ströndina. Fyrir ofan hann voru klettar eða klettabelti, en fyrir neðan sá ég í fjörusandinn. Ég sá einnig að tveim líkum hafði skolað upp i fjöruna, en hið þriðja var að velkjast í brimgarðinum. Ég sá lík þess- ara manna ekki svo greinilega að mér væri unt að þekkja þá, en það var eins og þrýst væri inn í hug minn að mér hefðu þarna verið sýnd afdrif Öldunnar, og styrkti það hugboð mitt, að á henni höfðu verið fjórir menn. Mér þótti ömurlegt að þurfa að horfa á þessa sjón, en mér var ekki unt að losa mig undan þessum einkennilegu áhrifum, hve feginn sem ég vildi. Ég kom fyrst til sjálfs mín, er einn af sjúklingunum hringdi bjöllunni, og þegar vökukonan kom
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.