Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 94
88
MORGUNN
að hefja leit að bátunum sökum hríðarofsa og náttmyrk-
urs. Alla nóttina voru menn á verði niður á bryggjunni
og inni á Borgarsandi til þess að taka á móti bátunum, ef
vera kynni að þeir kæmu að. Fáum mun hafa orðið svefn-
samt þessa eftirminnilegu nótt, mér ekki fremur en öðrum.
í hvert skipti sem mér fanst ég vera að sofna fanst mér
einhver koma og vekja mig og gekk svo um hríð. Síðari
hluta nætur fanst mér samt að ég mundi geta sofnað, en
hrökk þá upp við það, að engu var líkara en að nákaldri
hendi væri strokið um kinn mína. Ég hrökk ónotalega upp
við þessa óvæntu snertingu og reyndi ekki framar tii þess
að sofna, en jafnhliða þessu fanst mér eins og eitthvert
magnleysi kæmi yfir mig, og var mér ekki unt að sporna
á móti því.
Því nær samstundis fanst mér að ég sæi eitthvað út í
geiminn. Ég sá hríðina og heyrði veðurdunurnar, en mér
þótti það einkennilegt að ég sá í gegnum hríðina og því
nær samstundis sá ég bát, sem var að velkjast í hafrótinu
en svo brotinn virtist mér hann vera orðinn, að naumast
var um annað en flak að ræða. Á bátsflakinu sá ég einn
mann og virtist mér hann mundi örendur vera, því að ég
gat ekki greint neina hreyfingu á honum. Ég fór nú að
litast um og gæta að því, hvort ég sæi ekki eitthvað meira
og tók þá eftir því, að framundan var land. Dálítill vogur
skarst þarna inn í ströndina. Fyrir ofan hann voru klettar
eða klettabelti, en fyrir neðan sá ég í fjörusandinn. Ég
sá einnig að tveim líkum hafði skolað upp i fjöruna, en
hið þriðja var að velkjast í brimgarðinum. Ég sá lík þess-
ara manna ekki svo greinilega að mér væri unt að þekkja
þá, en það var eins og þrýst væri inn í hug minn að
mér hefðu þarna verið sýnd afdrif Öldunnar, og styrkti það
hugboð mitt, að á henni höfðu verið fjórir menn. Mér þótti
ömurlegt að þurfa að horfa á þessa sjón, en mér var ekki
unt að losa mig undan þessum einkennilegu áhrifum, hve
feginn sem ég vildi. Ég kom fyrst til sjálfs mín, er einn af
sjúklingunum hringdi bjöllunni, og þegar vökukonan kom