Morgunn - 01.06.1938, Síða 95
MORGUNN
89
inn í stofuna losnaði ég til fulls úr þessu óþægilega ástandi.
Daginn eftir var iðulaus stórhríð, er hélzt fram undir mánu-
dagsmorgun. Símalínurnar höfðu slitnað í ofviðrinu, svo
að ekki var unt að spyrjast fyrir um bátana á næstu höfn-
um. En þegar á sunnudagsmorguninn fóru að reka ýmsir
hlutir úr Nirði og þóttust menn þá vita, að hann mundi
hafa farist þar skamt undan. En um afdrif Öldunnar vissu
menn þá ekki neitt; en ekkert frekara varð aðhafst að því
sinni sökum veðurofsa og stórhríðar. Strax og veður batn-
aði var farið að leita, bæði á sjó og meðfram ströndinni.
Nokkru eftir hádegi á mánudaginn náðist aftur símasam-
band við Kolkuós og var þá tilkynt þaðan, að Aldan hefði
fundist rekin upp í svonefndan Óslandskrók, mjög brotin,
og sömuleiðis lík hinna drukknuðu. Var þá samstundis sendur
bátur frá Sauðárkróki til að sækja lík hinna drukknuðu manna
Hagar þar nákvæmlega eins til og mér var sýnt áður-
nefnda nótt. Ennfremur sagðist sjónarvottum svo frá að eitt
af líkunum hefði verið í bátsflakinu, en lík hinna þriggja
hefði rekið upp i fjöruna.
Feigð.
Laugardaginn þann 18. apríl 1936 var ég staddur við
jarðarför Sigurlaugar Guðmundsdóttur, húsfreyju á Sauðár-
króki. Móðursystir mín, Sigurlaug Jósafatsdóttir, var sam-
ferða mér út eftir, og ætlaði einnig að vera viðstödd út-
förina. Við komum út eftir nokkru fyr en kveðjuathöfnin
átti að hefjast, og gengum við heim til kunningjafólks
okkar þar á staðnum og dvöldum þar um stund.
Nokkru eftir að við vorum sezt, kom Árni Magnússon,
tengdafaðir húsbóndans þar á heimilinu, inn til okkar. Mér
brá undarlega við um leið og hann kom inn, og stóð ósjálf-
rátt á fætur, svo mjög virtist hann vera orðinn undar-
lega fyrirgengilegur að ég var sem steini lostinn. Ekki
vakti það síður undrun mína, að ég sá margt af framliðnu
fólki í fylgd með honum. Það var eins og einhver óhugur
gripi mig um leið og hann kom inn, ég átti ómögulegt