Morgunn - 01.06.1938, Síða 97
MORGUNN
91
húsi hjá móður minni. Sá ég hann oft eftir það, bæði þar
og annarstaðar.
Látinn maður gerir mér greiða.
Vorið 1936 réðst ég vinnumaður að Nesjum í Grafningi
í Árnessýslu til þeirra frk. Gunnþórunnar Halldórsdóttur og
frú Guðrúnar Jónasson, og fór ég þangað um mánaðamót-
in april og maí. Ekki var ég búinn að vera lengi á bæ
þessum, er framliðið fólk fór að birtast mér, einkum var
það maður einn, er ég sá oftast. Hann var fremur grann-
ur vexti, dökkhærður, gráeygður og leit út fyrir að vera
svona á að gizka 20—25 ára að aldri. Mér virtist hann
vera í móleitum buxum og dökkri eða sauðsvartri prjóna-
peysu með gráan hatt á höfði. Sá ég mann þennan oft, er
ég var við vinnu. Eitt sinn, er ég var að líta eftir lambám
um vorið sá ég mann þennan sem oftar. Var hann nokk-
uð langt frá mér og virtist mér sem hann væri að at-
huga eitthvað þarna. Mér datt því í hug að ganga þangað
og vita hvort ég sæi nokkuð athugavert á þessum
slóðum. Ég sá að þarna var djúp laut, en þannig hagaði
til að hún var að miklu leyti hulin af hrískjarri, sem breidd-
ist út yfir hana svo að ekki sást niður í botninn af bakkanum
Ég fór nú niður í hana og fann þar þá nýborna á og er ég nærri
viss um að hún hefði ekki komist hjálparlaust upp úr, en
ég tel vafasamt að ég hefði fundið hana, hefði ég ekki
notið aðstoðar þessa framliðna manns.
En þetta var ekki það eina sinn er hann gerði mér
greiða. Kvöld eitt, rétt eftir að ég var nýkominn að Nesj-
um, fór ég að sækja hrossin, því að þau voru ennþá höfð
í húsi á nóttum, og að þessu sinni var nauðsynlegt að hafa
þau vís, vegna þess að nota þurfti þau snemma daginn
eftir. Er ég hafði lokið venjulegum heimaverkum lagði ég
af stað til að ná í þau og bjóst við að þau mundu vera
á sömu slóðum og þau voru vön að vera, en er þangað
kom, voru þau öll á bak og burt. Mér kom þetta illa, bæði
var nokkuð orðið áliðið, og ég ókunnugur á þessum slóð-