Morgunn - 01.06.1938, Page 100
94
MORGUNN
skap, söng, hljóðfæraslætti og jafnvel dansi. Sumir hafa
farið fótgangandi, aðrir á hestum og á vetrum hefi ég ein-
att séð það beita hestum fyrir sleða og aka eftir isum, og
hefir mér virzt að því þætti slíkt ferðalag mjög skemtilegt.
Ég gæti sagt ykkur frá mörgum slíkum sýnum, en að
þessu sinni verð ég að láta nægja að segja ykkur frá einni
slíkri.
Maðurinn á Klumbu.
Klumba heitir nes eitt er gengur út í Þingvallavatn.
Þangað fór ég morgun einn, til þess að slá þar dálítinn
blett. Ég var einn að þessu sinni, enda var bletturinn ekki
stór og ekki nema fyrir einn að slá hann. Ég byrjaði þeg-
ar á verki minu, er út eftir kom, en eftir stutta stund fór
ég að brýna, og tók þá alt í einu eftir manni einum, er
var svo að segja fast hjá mér. Ég minnist ekki að hafa
nokkuru sinni séð göfugmannlegri mann. Hann virtist vera
nokkuð við aldur, fremur grannur að sjá, en svaraði sér
vel. Hann hafði alskegg er náði niður á mitt brjóst, ennið
var hátt og hvelft, nefið beint og hátt og augun virtust
mér grá að sjá og einkennilega hvöss. Hann var í dökk-
gráum fötum og með svartan hatt á höfði. Er hann tók
ofan haltinn sá ég að hárið var mikið, ljósjarpt að lit og
fói' vel. Nokkura stund horfði ég á þennan einkennilega
gest, er gekk nokkura hringi í kringum mig, unz hann sneri
sér að mér og var sem hann benti mér að koma á eftir
sér niður að vatninu, en þangað stefndi hann, er hann
gekk frá mér. Ég vildi ekki verða við þeim tilmælum hans
og hristi höfuðið til merkis um að ég vildi ekki fara með
honum. Hann virtist skilja mig og hélt leiðar sinnar og ég
sá að hann gekk að litlum grænmáluðum bát, er var bund-
inn þarna við stein. Sá ég hann fara upp í bátinn og róa
út að Nesjaey, en þar hvarf hann sjónum mínum og hefi
ég hvorki séð hann fyr né síðar.