Morgunn


Morgunn - 01.06.1938, Side 102

Morgunn - 01.06.1938, Side 102
96 MORGUNN um fötum. Fjórði maðurinn virtist vera nokkuð gamall. Hann hafði skegg á efri vör og vöngum, er virtist því nær nema við yfirskeggið, en hakan var rökuð. Þetta var hár maður vexti, herðabreiður, hárið var mikið og grátt, augun stálgrá og hvöss, hélt hann á hatti i hendinni. Önn- ur konan virtist vera ung og fanst mér sem hún mundi vera dáin fyrir stuttu síðan. Hitt var gömul kona, lítil vexti, Iotin í herðum, svartklædd og hafði samlitan skýluklút yfir höfðinu. Gekk hún við staf. Kom fólk þetta inn í kirkjuna um leið og síra Haraldur gekk fyrir altarið. Þegar komið var upp að altarinu, viku hvítklæddu verurnar til hliðar, en þær dökkklæddu krupu niður við gráturnar, hlið við hlið, en þær hvitklæddu skipuðu sér fyrir aftan þær. Um leið og þær krupu gengu sex prestar í fullum skrúða til þeirra og stóðu þrír þeirra til hægri handar við þær, en þrír til vinstri. Suma af prestum þessum þekti ég, en jafnframt var mér sagt hverjir hinir væru. Voru það þessir: Matthías Jochumsson, Geir Sæmundsson, Guðlaugur Guðmundsson, Finnbogi Rút- ur, Jens Pálsson, og Jónas Jónasson. Þegar hér var komið sá ég að sira Haraldur gekk til þeirra er krupu og fór hann nú að lesa eitthvað fyrir þá og virtist mér það taka töluverðan tíma. Þegar hann hafði lokið lestri sínum risu þeir á fætur, en stóðu kyrrir um hríð og lutu höfði í Iotningu og tilbeiðslu. Gekk nú síra Haraldur að hverjum einstökum og lagði hendur á höfuð þeirra. Er þessu var lokið heyrði ég hinn yndisfagra söng að nýju. Eftir nokk- ura stund gengu þær á brott frá altarinu í fylgd með hvítklæddu verunum þremur, sem áður er getið, og fylgd- ist ég með þeim unz þær að lokum hurfu mér út í geim- inn. Sýn þessi hvarf mér rétt á eftir og um hríð sá ég ekki neitt slíkt í kirkjunni. Er söngflokkurinn hóf Litaníuna var eins og innri hluti kirkjunnar hyrfi aftur sjónum mínum og sá ég nú koma fylkingu af hvítklæddum verum, ein- hversstaðar utan úr geimnum. Fylking þessi myndaðist af sjö röðum og sá, er gekk í fararbroddi fyrir hverri röð, bar hvítan fána með gullnum krossi í. Er fylking þessi hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.