Morgunn - 01.06.1938, Page 102
96
MORGUNN
um fötum. Fjórði maðurinn virtist vera nokkuð gamall.
Hann hafði skegg á efri vör og vöngum, er virtist því nær
nema við yfirskeggið, en hakan var rökuð. Þetta var
hár maður vexti, herðabreiður, hárið var mikið og grátt,
augun stálgrá og hvöss, hélt hann á hatti i hendinni. Önn-
ur konan virtist vera ung og fanst mér sem hún mundi
vera dáin fyrir stuttu síðan. Hitt var gömul kona, lítil vexti,
Iotin í herðum, svartklædd og hafði samlitan skýluklút yfir
höfðinu. Gekk hún við staf. Kom fólk þetta inn í kirkjuna
um leið og síra Haraldur gekk fyrir altarið. Þegar komið var
upp að altarinu, viku hvítklæddu verurnar til hliðar, en þær
dökkklæddu krupu niður við gráturnar, hlið við hlið, en
þær hvitklæddu skipuðu sér fyrir aftan þær. Um leið og þær
krupu gengu sex prestar í fullum skrúða til þeirra og stóðu
þrír þeirra til hægri handar við þær, en þrír til vinstri. Suma
af prestum þessum þekti ég, en jafnframt var mér sagt
hverjir hinir væru. Voru það þessir: Matthías Jochumsson,
Geir Sæmundsson, Guðlaugur Guðmundsson, Finnbogi Rút-
ur, Jens Pálsson, og Jónas Jónasson. Þegar hér var komið
sá ég að sira Haraldur gekk til þeirra er krupu og fór
hann nú að lesa eitthvað fyrir þá og virtist mér það taka
töluverðan tíma. Þegar hann hafði lokið lestri sínum
risu þeir á fætur, en stóðu kyrrir um hríð og lutu höfði í
Iotningu og tilbeiðslu. Gekk nú síra Haraldur að hverjum
einstökum og lagði hendur á höfuð þeirra. Er þessu var
lokið heyrði ég hinn yndisfagra söng að nýju. Eftir nokk-
ura stund gengu þær á brott frá altarinu í fylgd með
hvítklæddu verunum þremur, sem áður er getið, og fylgd-
ist ég með þeim unz þær að lokum hurfu mér út í geim-
inn. Sýn þessi hvarf mér rétt á eftir og um hríð sá ég ekki
neitt slíkt í kirkjunni. Er söngflokkurinn hóf Litaníuna var
eins og innri hluti kirkjunnar hyrfi aftur sjónum mínum
og sá ég nú koma fylkingu af hvítklæddum verum, ein-
hversstaðar utan úr geimnum. Fylking þessi myndaðist
af sjö röðum og sá, er gekk í fararbroddi fyrir hverri röð,
bar hvítan fána með gullnum krossi í. Er fylking þessi hafði